Mánudagur, 28. janúar 2013
Stjórnarskráin hélt í Icesave-málinu
Ef ný stjórnarskrá Samfylkingar og VG hefði verið í gildi væri Ísland í tapaðri stöðu í Icesave-málinu. Í nýju stjórnarskrárdrögum vinstriflokkanna segir í 67. grein að ekki sé hægt að fara með lög í þjóðaratkvæði sem varða ,,þjóðréttarskuldbindingar" - en Icesave er einmitt þjóðréttarlegt vafamál.
Núna þegar það liggur fyrir að með gildandi stjórnarskrá lýðveldisins tókst okkur að ná fram réttlætinu í Icesave-deilunni er kominn tími til að taka stjórnarskrármál ríkisstjórnarinnar af borðinu.
Við eigum ekki að breyta stjórnskipun sem virkar.
Sigur á ofríki ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Sópa aumkunnarverðum hugarórum ólögmæts "stjórnmálaráðs" út í hafsauga. Það verður gert að loknum kosningum
Kristján Þorgeir Magnússon, 28.1.2013 kl. 20:19
Öll verk ríkisstjórnarinnar á þingi,tengdust meira og minna umsókn þeirra um ESB. Mér er nær að halda,að það sem gert var og Steingrímur stærir sig af að gagnaðist þjóðinni,hafi í innstu hugarfylgsnum þeirra verið helgað kommisörum drauma stórveldis þeirra og þeim færð sem festarbandsgjöf.Fullvalda þjóð lætur ekki hér við sitja,hún tryggir áframhaldandi sjálfstæði sitt.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2013 kl. 22:11
Takk fyrir þitt framlag í þessum sigri í Icesave málinu Páll.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 23:48
Þetta er rangt. Í nýju stjórnarskránni heldur forsetinn málskotsréttinum. Hvernig væri að lesa það sem stendur í frumvarpinu áður en fleygt er fram röngum fullyrðingum?
Ómar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 00:11
Páli er ekkert heilagt í hatri sínu á auknu lýðræði via bætta stjórnarskrá..
Þá skiptir hann engu þótt hann snúi staðreyndum á haus og vaði áfram í kjaftæði...Allt leyfilegt.
hilmar jónsson, 29.1.2013 kl. 00:22
Æi Ómar! Forsetinn heldur málskotsréttinum, en ekki ef mál varða þjóðréttarskuldbindingar. Það eru svona "óþægileg" mál eins og t.d. ESB, sem Samfylkingin og VG vilja reka niður í háls á heilvita fólki eftir að réttur þess og öryggi hefur verið fjarlægt úr annars ágætri stjórnarskrá.
Maður getur leyft sér að vera í vafa um að rétt fólk hafi valist til að endurvinna blessaða stjórnaskrána.
Ómar Ragnarsson hefði betur haldið sig utan þess starfs.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.1.2013 kl. 00:46
Maður þarf víst að vitna beint í frumvarpið til þess að kveða niður þessar rangfærslur.
67. grein fjallar um "kröfu eða frumkvæði kjósenda" sem geti knúið mál í þjóðaratkvæðagreiðslur" en ekki málskotsrétt forsetans.
Í þessari 67. grein er sagt slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur að "lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum" séu undanskilin.
60. greinin fjallar hins vegar sérstaklega um málskotsrétt forsetans og hljóðar svona:
"Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar.Frumvarpið fær engu að síður lagagildi en innan þriggja mánaða skal bera lögin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Einfaldur meirihluti ræður hvort lögin halda gildi sínu."
Í þessari grein eru engin takmörk sett á það hvaða málefni forsetinn geti sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki frekar en nú er gert í 26. grein núgildandi stjórnarskrár, enda eru þessar greinar að mestu samhljóða.
Á ég að trúa því að þið ætlið að halda áfram að halda rangfærslum ykkar til streitu hér á þessari bloggsíðu ?
Ég skora á umsjónarmann síðunnar að leiðrétta þær missagnir sem hér halda áfram að vaða uppi. Gaman væri ef hann getur bent mér á einhvern lagaprófessor sem staðfestir þær firrur sem hér er slegið upp.
Ómar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 01:04
Lög sem eru sett til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingu, eru undanþegin.
Er það ekki akkúrat það sem Páll er að segja Ómar?
Af hverju er þessi undantekning gerð? Geturðu tekið einhver konkret dæmi þar sem þetta kemur að gagni öðruvísi en að ræna þjóðina atkvæðarétti í einmitt málum sem snúa beint að hennar rétti?
Eru þetta ekki lög sem sprottin eru beint úr Icesave og ætlað að koma í veg fyrir að fólk hafi um slík lög að segja. Snýr þetta ekki einnig beint að rétti okkar til að hafa með framsal fullveldis að gera? Þjóðréttar semsagt.
Það er enginn að misskilja neitt hérna. Annað hvort skilur þú ekki þitt eigið hnoð eða setur það ekki í samhengi við neitt raunverulegt dæmi.
Þetta m.a. Tekur af þér réttinn til að hafa eitthvað um það að segja ef menn ákveða að selja virkjanarétt í landinu, þar sem önnur grein leggur til að alþingi hafi forræði yfir úthlutun og afsali. Það sem þið kallið því villandi nafni þjóðareign.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 02:25
Ég held að það sé fullreynt að skápakrati eins og þú hafir nokkuð vitrænt að segja um Íslensk stjórnmál yfirleytt.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 02:32
Ný stjórnarskrá hefði ekki haldið í þessu máli og aðild að ESB, Hefði gert okkur algerlega bjargarlaus. Þá hefðum við ekki átt neinn möguleika til að bera hendur fyrir höfuð okkar.
Endilega Ómar, komdu nú út úr skápnum og bjóddu þig fram með Samfylkingunni. Djöfull væri það nú mátulegt á þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 02:42
Jón Steinar: Þjóðréttarskuldbindingar eru undanskyldar að danskri fyrirmynd en Danir eru aðilar að ESB og geta ekki kosið um hvað sem er af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa framselt hluta fullveldis síns.
Tillaga stjórnlagaráðs var vísast höfð eins til að búa í haginn fyrir ESB-aðild Íslands.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 02:47
Greinin um málskotsrétt forseta Íslands er efnislega eins í nýja frumvarpinu og því gamla. Eini munurinn sem máli skiptir er að í nýja frumvarpinu er Alþingi gefinn kostur á að fella lögin úr gildi innan 5 daga eftir synjun forseta.
Sigurður Hrellir, 29.1.2013 kl. 08:52
"... efnislega eins í nýja frumvarpinu og gildandi stjórnarskrá" vildi ég sagt hafa.
Sigurður Hrellir, 29.1.2013 kl. 08:54
Ég sé ekki betur en Ómar fari með rétt mál, að forsetinn í þessum málum gæti sent svona lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu eins og gerðist með Icesave. Hann kom með góð rök fyrir sínu máli og ég hef ekki séð góð mótrök gegn þeim.
Mofi, 29.1.2013 kl. 10:17
Það er staðreynd að í nýju stjórnarskránni er málskotsréttur forsetans óbreyttur og 67. greinin um beint lýðræði er alger viðbót miðað við núgildandi stjórnarskrá og stórkostleg aukning beins lýðræðis. Samt er það látið standa í bloggpistlinum hér fyrir ofan að þessu sé öfugt farið.
Ég bíð enn eftir því að einhver stjórnlagaprófessor eða stjórnmálafræðimaður staðfesti þennann fáránlega skilning.
Raunar voru þeir til í "fræðasamfélaginu" sem töldu okkur ganga allt of langt í því að auka beint lýðræði með 67. greininni og í samfélaginu og einnig í stjórnlagaráði voru skiptar skoðanir um þetta.
Bent var á að í sumum af þeim fáu ríkjum, þar sem heimilt væri að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög og þjóðréttarlegar skuldbindingar, svo sem í Kaliforníu, hefði slíkt reynst illa og leitt fjárhag viðkomandi ríkis fram á barm þjóðargjaldþrots.
Þess vegna hafa flestar þjóðir, þar sem frumkvæði kjósenda er heimilt, þessar takmarkanir í sínum lögum.
Ég var í hópi þeirra í ráðinu sem vildi ganga lengra í beina lýðræðinu og möguleikum til málskots, t. d. með því að heimila 1/3 þingmanna slíkt málskot, en niðurstaðan varð málamiðlun sem þó fól í sér opnun á beint lýðræði, sem ekki hefur verið til hér á landi, og því undarlegt að sjá menn halda því fram að í frumvarpi okkar hafi verið gengið í hina áttina.
Ómar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 10:38
Heill og sæll Páll; - þakka þér æfinlega, fyrir varðstöðuna í Icesave´s máli, sem og öðrum, og sælir, aðrir gestir, þínir !
Hilmar Jónsson - Ómar Ragnarsson, og Mofi !
Bjúgverpill ykkar; að Páli - og hans réttmætu orðræðu, missir gjörsamlega marks, ágætu drengir.
Og; Ómar. Hvers vegna; ætti að farga ákvæðum núverandi Stjórnarskrár, til þess að þóknast duttlungum ykkar 25 menninga, sem unnuð algjörlega, eftir forskrift óstjórnar, Jóhönnu og Steingríms ?
Á daginn er komið; að nýju tillögurnar, eru gjörsamlega sniðnar, að þörfum óboðlegs alþingis - og eiga því öngva samleið, með íslenzkri Alþýðu.
Með beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.