Laugardagur, 26. janúar 2013
Jón Ásgeir segist kvislingur og Samfylkingin er þá...
Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri segist kvislingur í viðtali við útlent blað, samkvæmt Smugunni. Kvislingar heita eftir Vidkun Quisling norska landráðamanninum sem gekk Þjóðverjum á hönd í seinna stríði og stjórnaði Noregi að fasískum hætti.
Stjórnmálaflokkur Vidkuns hét Nasjonal Samling, Þjóðarsöfnuðurinn upp á íslensku. Flokkur Jóns Ásgeirs er Samfylkingin sem hann fjármagnaði með sex eða sjö ólíkum kennitölum á tímum útrásar.
Samfylkingin er að leita sér að nýju nafni og hér er það komið: Þjóðarsöfnuðurinn.
Athugasemdir
... og flokkur sögusmettisins Páls Vilhjálmssonar er SjálfstæðisFLokkurinn sem fjármagnar sig á verndartollum frá íslenskum fyrirtækjum. Ef menn dirfast að borga ekki verndartollinn þá eru þeir settir út af sakramentinu - eins og Jón Ásgeir, Jón Ólafsson o.fl.
SjálfstæðisFLokkurinn er að leita að nýrri ímynd og hér er hún komin: Þjóðarmafían.
N1 blogg (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 14:43
Skrítin fræði hjá Enn einum ! Samkvæmt þessu þá hratt Sjálfstæðisflokkurinn af stað alþjóðlegu fjármálakrísunni til að koma geislaBAUGSfeðgunum á kné. Voldugur flokkur það - betri en mafían því hún stjórnar ekki gervöllu fjármálakerfi heimsins eins og Enn einn gefur sér að Sjálfstæðisflokkurinn geri !
Í sporum Enn eins, þá myndi ég skjálfa ábeinunum að tala svona um jafn valdamikla mafíu ef ég væri hann. Ekki gleyma að Morgunblaðið veit rétt nafn þitt og kennitölu...............................
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2013 kl. 14:52
Munnsöfnuðurinn bíður ekki fram,en skelfur af heitum tilfinningum! !!!
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2013 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.