Föstudagur, 25. janúar 2013
Össur: dauð stjórnarskrá Litlu Samfylkingu að kenna
Nýja stjórnarskrá litlu vinstrihópanna er í dauðateygjunum þrátt fyrir að stærstu litlu hóparnir, Samfylking og VG, haldi líkinu volgu líkt og ESB-umsókninni.
Össur Skarphéðinsson er foxillur út í einn smáhópinn, Litlu Samfylkinguna (sem svarar líka kallinu Björt framtíð) og sakar liðsodda hópsins, Guðmund Steingrímsson og Róbert Marshall (fyrrum vara- og aðalþingmenn Samfylkingar) um svik.
,,Klækjastjórnmál dauðans," segir Össur á Samfylkingar-Eyjunni um framferði þeirra fóstbræðra. Bragð er að þá barnið finnur.
Athugasemdir
Björt Framtíð, litla samfylkingin að ganga frá sér endanlega og ríkistjórninni líka.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:34
Skylt er skeggið hökunni. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ státar sig af þessum líka félega félagsfræði- og sögukennaranum, Páli Vilhjálmssyni, dæmdum mannorðsníðingi og ómerkingi.
Háskóli Íslands státar sig af öðru sögusmetti, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, víðkunnum fyrir drenglyndi sitt og dæmdum fyrir ritstuld og netníð.
Báðir þessir FLokksgæðingar sitja í embættum út á þjónkun sína við FLokkinn og hamast við FLokksáróðurinn eins og enginn sé morgundagurinn.
N1 blogg, 25.1.2013 kl. 14:28
Vonandi fyrtist Marshallinn við og dregur til baka stuðninginn við Össur. Ríkistjórnin hangir nú á þeim eina manni.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2013 kl. 15:09
Þú Hilmar aðdáandi N1. Þú er nú meira draslið.
Annars merkilegt þetta með kennitöluflakk samfylkingarinnar.
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.