Föstudagur, 25. janúar 2013
Þjóðverjar vilja Breta fremur en Frakka
Bretar eru á leiðinni út úr kjarnasamstarfi ríkja Evrópusambandsins og það mun taka fimm til átta ár að greiða úr þeirri flækja. Þjóðverjar eru miður sín vegna áforma Breta og eru vísir með að verða fráhverfir auknum samruna Evrópusambandsins í von um að halda Bretum innanborðs.
Bretar er orðnir helsta viðskiptaþjóð Þjóðverja og það er gömul saga og ný að viðskipti stýra áherslum í utanríkispólitík.
Frakkar hafa stjórnað Evrópusambandinu í bandalagi við Þjóðverja frá upphafi. Líkur eru á kólnandi sambandi þessara þjóða og að Frakkar muni halla sér í auknum mæli til annarra Suður-Evrópuþjóða.
Ný dýnamík gæti verið að þróast í samskiptum helstu ríkja Vestur-Evrópu.
Meirihluti vill úr Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.