Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Glitnir - jafnaðarmannaflokkur Íslands
Samfylkingin er ónýtt vörumerki og verður ekki bjargað með viðskeyti. Nær væri að fara útrásarleiðina, sem ráðherrar Samfylkingar voru svo hrifnir af, og skipta um nafn á flokknum.
Glitnir var nafn á banka sem einu sinni fjármagnaði Samfylkinguna, það var þegar Jón Ásgeir Baugsstjórinn fallni réð þar ríkjum.
Nafnið Glitnir er laust fyrir langa fingur og um að gera að stökkva á það og splæsa viðskeytinu aftan við. Þar hæfir skel kjafti.
Deilt um Jafnaðarmannaflokk Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður, Jón Ásgeir þjófur hæfir þar innanbúðar, nú, eins og alltaf.
Örn Johnson, 23.1.2013 kl. 22:45
Fyrirgefið, af hverju kalla ég Jón Ásgeir þjóf. Ég upplýsi bara að hann stal af mér 25 milljónum og hefur stolið af þúsundum manna sömu upphæð og gott betur. Dettur einhverjum í hug að þegar hans félög verði gjaldþrota tapi enginn? Staðreyndin er sú að það eru þúsundir. Þeir em ekki trúa mér versla hjá honum, undarlegt fólk það, því Jón Ásgeir stal af okkur öllum, líka þér.
Örn Johnson, 23.1.2013 kl. 22:52
Er nafn á stjórnmálaflokki eitthvað sem skiptir máli, þegar embættiskerfið rænir á löglausan hátt, allt sem metið er einhvers virði fyrir glæpa-mafíuna?
Hver hefur áhuga á svona barnaskap á þessum erfiðleikatímum? Nafn á stjórnmálaflokki!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2013 kl. 01:06
Baugur gæti líka komið til greina, þaðan kom jú gagnkvæmur stuðningur.
Sigurður Þorsteinsson, 24.1.2013 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.