Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Bjarni Harðar í framboðsundirbúningi
Bjarni Harðarson bóksali og fyrrum þingmaður kannar jarðveginn fyrir sérframboð á Suðurlandi, byggðu á fullveldispólitík og landbyggðarsjónarmiðum. Jón Bjarnason er í svipuðum hugleiðingum í NV-kjördæmi og fyrrum samþingmaður hans, Atli Gíslason, er með í ráðum.
Sameiginlegur listabókstafur tveggja eða fleiri sérframboða myndi styrkja þau. Fjöldi fyrrum stuðningsmanna VG er á lausu og eftirspurn er eftir traustri andstöðu við ESB-umsóknina.
Fylgi VG er komið í eins stafs tölu en var yfir 20 prósent í síðustu kosningum. Þegar stór hluti kjósenda er í leit að heimilisfestu eru tækifæri fyrir sérframboð með skýrri stefnu í meginmálum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.