Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Sleipiefni Samfylkingar er lýgi
Samfylkingin lofaði þjóðinni samningi við Evrópusambandið árið 2011, í síðasta lagi 2012. Ráðherrar flokksins margítrekuðu þessar tímasetningar. Jafnframt neituðu þeir að Evrópusambandið krefðist aðlögunar umsóknarríkja að lögum og reglum sambandsins, þótt þeim væri ítrekað bent á skýrar og afdráttarlausar reglur Evrópusambandsins um aðlögun.
Lygar Samfylkingar voru sleipiefnið sem átti að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið. Einn flokka stóð Samfylkingin að tilræðinu við fullveldið.
Samfylkingin var knúin til uppgjafar í ESB-málinu á aukafundi í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. mánudaginn 14. janúar. Í c-lið samþykktar ríkisstjórnarinnar segir
Varðandi þá 16 kafla sem nú standa opnir munu samninganefnd Íslands og sérfræðingar halda áfram uppi samskiptum við ESB um þá, án þess þó að kallað verði eftir frekari ákvörðunum framkvæmdar- eða löggjafarvalds.
Þarna liggur samfylkingarlygin fyrir fótum manna og hunda: ESB-ferlið krefst sérstakra ákvarðana framkvæmdavalds og löggjafa vegna aðlögunarkröfu Evrópusambandsins.
Samfylkingin á ekkert annað erindi í íslensk stjórnmál en að boða aðild að Evrópusambandinu. Flokkurinn mun halda áfram lygavaðlinum um að samningur sé handan við hornið.
Aðildarferlið átti upphaflega að taka innan við tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.