Mánudagur, 14. janúar 2013
Samfylkingin bilar, VG stækkar holuna
Samfylkingin blekkir sína fylgismenn og segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun um að fresta ferlinu inn í Evrópusambandið sé meira svona upp-á-punt ákvörðun. VG þykist ná feiknaárangri í að tefja aðlögunarferlið fram yfir kosningar. Tilraun stjórnarflokkanna til að blekkja í kross er dæmd til að mistakast.
Ákvörðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. í morgun um að setja ESB-umsóknina í biðstöðu felur í sér opinbera viðurkenningu Samfylkingar um að ekki verði komist lengra. Í gær var haft eftir báðum frambjóðendum til formanns Samfylkingar að þeir myndu ekki slá af Evrópustefnu flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Núna þegar flokkurinn kortéri fyrir kosningar gefur afslátt verður það ekki trúverðugt að Samfylkingin þykist ætla að verða eitilhörð á sinu eftir kosningar. Undanhaldið er þegar hafið.
Flóttinn frá ESB-umsókninni er á hinn bóginn ekki nógu hraður eða afgerandi til að hjálpa VG. Sá flokkur er með allt niður um sig þrátt fyrir frestunina. VG situr uppi með svikin frá 16. júlí þegar þingmenn flokksins greiddu atkvæði með ESB-umsókn Samfylkingar. VG er í hlutverki þjófsins sem lofar að stela ekki aftur ef hann aðeins sleppur við refsingu fyrir afbrotið sem upp komst.
ESB-umsóknin skilur Samfylkinguna eftir bilaða og höktandi í upphafi kosningabaráttu og VG á grafarbakkanum.
Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður hefði haldið, að ef um raunverulega stefnubreytingu hjá Vg væri að ræða, hefði Steingrímur J stigið til hliðar, og lagt til að Jón Bjarnason tæki við formennsku í flokknum.
Það "lúkkar" ekkert sérlega vel hjá Steingrími, að reka eina andstæðinginn við ESB sem eftir var í VG, sama daginn og hann boðar "breytingu" á stefnu flokksins og ríkisstjórnarinnar.
En Steingrímur J hefur svo sem ekki mikið pólitískt nef. Ef hann hefði það, þá væri munurinn á Steingrími í stjórnarandstöðu og Steingrími í stjórn ekki jafn mikill og raun ber vitni.
Vonandi nær Steingrímur J Hyde ekki kosningu í vor. Þjóðin á skilið gott orlof frá þessu fyrirbæri.
Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 20:40
Einföld spurning: Hvað er það sem fer svona hrikalega fyrir brjóstið á íhalds hrunelítunni með það að þjóðin fái að hafa síðasta orðið varðadi ESB ?
Alvöru lýðræði í framkvæmd ?
hilmar jónsson, 14.1.2013 kl. 20:52
Hvað áttu við Hilmar??? er það ekki það sem þjóðin vill núna er að fá að kjósa um hvort það eigi að halda þessari aðlögun áfram að ESB eða ekki,það vita allir sem vilja vita hvaða samningar eru í boði og það er regluverk ESB og ekkert annað en þið getið ekki hugsað ykkur að við fáum að kjósa um þetta núna því þið hatið lýðræði en þykist svo tala um lýðræði til að blekkja þjóðina....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.1.2013 kl. 21:03
Það er mikið einkenni á krötum að tala. Ekki framkvæma. Fara eftir tifinningum,ekki skynsemi.
Það á líka við í lýðræismálum. Eins og hefur sést.
jonasgeir (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 21:33
"... með það að þjóðin fái að hafa síðasta orðið varðadi ESB ?"
Hilmar, ertu að tala um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu sem ríkisstjórnin ákvað 2009 að yrði ekki bindandi? Sem hún myndi ekki taka mark á ef meirihlutinn kysi nei eftir fulla aðlögun að ESB?
Óskuldbindandi þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki meira virði en skoðanakönnun á netinu. Við látum ekki blekkjast, sama hvað þið haldið áfram að hjakka í sama farinu.
Pétur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 23:45
Nú vill frúin keyra tillögur að stjórnarskrá Íslands í gegn,telur það muni hafast þótt skammur tími sé til kosninga. Hún verður örugglega á fyrstu braut í tímatökunni. Horfði á Kastljós rétt fyrir dagskrárlok,Sigmar farinn að ibba gogg við allsherjarráðherrann,vel gert. Hann er fölur ráðherrann í skammdeginu,en gæti verið að hann sæi inn í opinn heilann á ráðherrafrúnni ,svona líkt og Chaplin sá í Gullæðinu. Þar sem vonleysið og hungrið yfirtók félagana og matur varð mikilvægari en gullið eftirsótta. Chaplin skynjaði sig sem kjúkling í ærðum augum félagans,líklegum til að leggja hann sér til munns. Nei,ekki er maddaman svöng sem betur fer,en líklegt að hún sjái sinn nánasta ráðherra sem ,,étinn,, upp til agna ekkert eftir nema mælskan tóm.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2013 kl. 03:12
Þjóðin á ekki bara að fá að eiga síðasta orðið Hilmar. Hana átti að spyrja í upphafi. Hvað er að því að fara bil beggja og spyrja hana núna? Færi málamiðlun alveg hrikalega fyrir brjóstið á þér?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.