VG staðfastur flokkur ESB-sinna

VG er reiðubúinn að halda ESB-ferlinu áfram strax eftir kosningar fái flokkurinn umboð til þess. VG ætlar ekki að greiða atkvæði með þingsályktunartillögu um að ESB-umsóknin verði lögð til hliðar og ferlið ekki endurvakið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um að ,,hægja á" ferlinu er enn og aftur viðurkennt að hér er um aðlögunarferli að ræða. Í minnisblaðinu segir í c-lið

Varðandi þá 16 kafla sem nú standa opnir munu samninganefnd Íslands og sérfræðingar halda áfram uppi samskiptum við ESB um þá, án þess þó að kallað verði eftir frekari ákvörðunum framkvæmdar- eða löggjafarvalds.

Orðin ,,frekari ákvarðanir framkvæmdar- og löggjafarvalds" vísa beint til aðlögunarferlisins þar sem Ísland tekur jafnt og þétt upp lög og reglur ESB.

Með minnisblaðinu viðurkennir ríkisstjórnin ógöngur ESB-umsóknarinnar en lýstir jafnframt yfir staðföstum vilja sínum til að halda aðlögunarferlinu áfram að loknum alþingiskosningum. 

Minnisblaðið staðfestir einbeittan brotavilja forystu VG gagnvart stefnuskrá flokksins, þar sem segir að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan.


mbl.is Reiðubúnir að halda málinu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver hefði trúað því að óreyndu, að atkvæði greitt VG væri atkvæði greitt ESB?

Hvað olli því að flokkseigendafélag VG ákvða að svíkja kjósendur flokksins?

Einhverjir fjármunir sem hafa runnið í einhverja vasa?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 15:04

2 identicon

Af hverju er þetta vinstra kratalið svona mikið drasl?

Einhver??

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:20

3 identicon

Ögmundur sá eftir Atla.

Ögmundur sá eftir Ásmundi.

Ögmundur sá eftir Lilju.

Ögmundur sá eftir Jóni (úr ráðherrastól).

Ögmundur sendi svo Guðfríði Lilju heim.

Ögmundur sér hins vegar ekki sína eigin hræsni, svo mikil er skinhelgin og svo vænt þykir honum um Össur.  Þeir guðfeður helferðarstjórnarinnar mæra nú berrassaðir geisla-bauga hvors annars.

Ögmundur, hvílík vonbrigði sem þú hefur valdið okkur mörgum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband