Árni Páll treystir á svik Sjálfstæðisflokksins

Ef Árni Páll verður formaður Samfylkingar er aðeins einn stjórnarkostur í boði af hálfu hins nýja formanns: samstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Árni Páll keyrir harðlínustefnu í ESB-umsókninni og vill ekki fyrir nokkurn mun slá af kröfunni um inngöngu Íslands að undangenginni aðlögun.

Árni Páll treystir á svik Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum; að flokkurinn muni kaupa ríkisstjórnarsamstarf við Samfylkinguna því verði að ganga á bak orða sinna um að hlé verði gert á samningaviðræðum við ESB og ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eina trúverðuga svar Sjálfstæðisflokksins er að herða á ESB-andstöðunni á komandi landsfundi. Að öðrum kosti fær orðrómurinn um væntanleg svik byr undir báða vængi.

 


mbl.is „Öllu skiptir að ferlið er í fullum gangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Aðildarviðræðurnar við ESB eru byrjaðar að fjara út. Það bendir til þess að Samfylkingin hafi áttað sig á því hver er hinn pólitíski veruleiki á Íslandi“, skrifar Egill.

Hér mega því innbyggjarar búa áfram með ónýtan gjaldmiðil og heild- og smásalar geta haldið áfram að okra á þeim næstu áratugina. Verðbólgan verður áfram fastur liður í jöfnunni, sem gerir svo verðtryggðu lánin að drápsklifjum íslenskra heimila, ekki síst hjá ungu fólki.

Glæsilegt, gleymið svo ekki að kjósa Hrunflokkana, sjallabjálfana + hækjuna í komandi kosningum.

Er Ísland undirmálsfólk?

Jónas 14.1.2013. Undirmálsfólk

Engum blöðum er um að fletta, að þjóðin er óhæf. Um áratugi hefur hún valið undirmálsfólk til að stjórna, einkum úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Umboðsmenn okkar hafa einkum gætt þröngra sérhagsmuna, svo sem í útgerð og vinnslu búvöru. Hafa fyllt embætti ríkisins af undirmálsfólki, sem kemur fáu í verk. Ég hef áður rakið dæmi um óstarfhæf ríkisembætti vegna undirmáls-forstjóra. Umboðsmenn fólksins gáfu líka græðgisliði sínu mjög svo misnotaða friðhelgi fyrir eftirliti. Afleiðingar íslenzks undirmáls sjást alla leið frá barnadólgum, um kvótagreifa, bankstera og víkinga, og upp í forsetakjör.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 13:53

2 identicon

PuntuDúkkunum 12 er ekki treystandi.  Þær sögðu allar já við Icesave III, aðgöngumiðanum að ESB. 

Sá 13., Illugi Gunnarsson, sem Bjarni Ben. gerði að þingflokksformanni, var þá óþingæfur vegna alls kyns vafninga og sjóðs 9.

D-13 er ekki treystandi fyrir húshorn.  Tími til kominn að heiðarlegir sjálfstæðismenn læri það, að lævísum puntudúkkum er aldrei treystandi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:13

3 identicon

Hverra erinda ganga Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins?:

Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst unnið gegn frelsi okkar venjulegu einstaklinganna. 

Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og marvisst gengið erinda hrægamma og yfir og uber-frjálsra stórglæpamanna og siðvillinga.

Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst reynt að ræna okkur frelsinu og varpa okkur í þrælabúðir og grjótnámur í stíl Steingríms J.

Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst unnið eins og nómenklatúra Stalíns gerði.

Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins ættu að drífa sig í kremlíska kommunistaflokkinn, VG, flokk Steingríms J. og Svavars Gestssonar.

Ég veit að heiðarlegum og sjálfstæðum mönnum blöskrar það að puntudúkkur hafa rænt flokki þeirra frá þeim og breytt í kremlískan kommúnistaflokk.

Allt þetta vita heiðarlegir og sjálfstæðir menn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 17:26

4 identicon

Ég held ekki, að það sé nóg fyrir Sjálfstæðisflokkinn að herða á stefnu sinni gegn ESB-aðild. Það þyrfti líka að skipta um marga forystumenn, eins og Pétur segir, og það er ekki að gerast. Þess vegna held ég því miður, að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum verði atkvæði greitt Samfylkingunni sem stjórnarflokki. Og Samfylkingin er ekki aðeins flokkur, sem hefur staðið sig hörmulega undanfarin fjögur ár. Hún er einnig hrunflokkur númer eitt, aðalmeinið í íslenzkri pólitík, sem fór með málefni hinna hrundu banka og hins liðónýta bankaeftirlits, auk heldur reglugerðarvald og stefnumótun á sviði bankamála, að ógleymdu því að vera árum saman helzta málpípa verstu þrotafyrirtækjanna. Allt er til vinnandi, til að sjá Samfylkinguna úldna úti í horni, þar á meðal að kjósa ekki ástvini hennar í Sjálfstæðisflokknum, sem Haukur og nótar hans mundu annars flaðra upp um eftir kosningar.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 02:43

5 identicon

Það gleymist oft að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki allur á móti aðild Íslands að Evróðusambandinu enda efast ég um það að allir hægrimenn landsins séu á móti aðild, bara vegna þess að þeir séu sjálfstæðismenn. Evróðusambandið er nefnilega ekkert vinstribákn og í fjölmörgum löndum eru það einmitt hægriflokkarnir sem styðja aðild.

Alexander (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband