Samfélagið bíður eftir nýrri ríkisstjórn

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er stefnulaus í öllum stærri málum. Aðilar vinnumarkaðarins þreyja þorrann og góuna í bið eftir nýrri ríkisstjórn sem gæti stikað út stefnu Íslands næstu árin.

Lifandi dauð ríkisstjórn vinstriflokkanna er lærdómur í hvernig ekki á að stunda stjórnmál. Í fyrsta lagi mislas stjórn Jóhönnu Sig. pólitíska ástandið hrapalega. Þrátt fyrir búsáhaldabyltingu var engin stemning í samfélaginu fyrir allsherjaruppstokkun lýðveldisins með ESB-umsókn og nýrri stjórnarskrá. Þegar verst lét var fjórðungur heimila landsins með allt niðrum sig fjárhagslega en þrír fjórðu voru í lagi. Fjórðungurinn var með hávaða sem villti ríkisstjórninni sýn.

Í öðru lagi lét ríkisstjórnin aðgerðasinna í sínum röðum teyma sig út í umsátur um sjávarútveginn þar sem þéttbýli var att gegn landsbyggð.

Í þriðja lagi einkenndist orðfæri og hugarástand ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. af hatri. Það sæmir ekki stjórnvöldum að steyta hnefann sí og æ. Þjóðin fékk á tilfinninguna að ríkisstjórnin væri í stríði við sig.

Næsta ríkisstjórn ætti að byrja á því að stíga varlega til jarðar.


mbl.is Reynt að spinna úr þræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi hefur nú ekki verið á jörðinni,heldur einhversstaðar í skýjunum yfir völdum sínum og eftirlætisgælum Esb.Ætli við velflest látum þeim ekki eftir að hanga þar,meiningin er að kjósa fólk á jörðu niðri,með áætlun um vel úthugsuð skref til framfara. Áfram fullvalda Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2013 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband