Fimmtudagur, 10. janúar 2013
VG er Trójuhestur ESB-sinna
Forysta VG, með Steingrím J. í fararbroddi, ætlar að halda ESB-umsókn Íslands lifandi fram yfir þingkosningar. Í orði kveðnu er VG á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en forysta flokksins, þar með mestallur þingflokkur, er hlynnt aðild án þess að gefa játa það opinberlega.
Eini opinberi flokkur ESB-sinna hér á landi er Samfylkingin, sem raunar vill fremur kalla sig ,,viðræðusinnaðan" flokk enda þykir það hljómfegurra.
Eftir kosningar mun VG spretta fram sem ,,viðræðuflokkur" sem vill ,,klára málið." Þar með verða komnir tveir ESB-flokkar á alþingi þar sem einn var fyrir.
Nema, auðvitað, okkur takist með sameiginlegu átaki að afþakka þjónustu frambjóðenda VG og minnka flokkinn niður úr 9,1 prósenti, þar sem hann stendur núna, niður í svona þrjú til fjögur prósent.
Athugasemdir
Ef Jón Bjarnason stofnar með öðru trúverðugu vinstra fólki nýjan flokk eru töluverðar líkur á fylgi VG fari í 3-4 prósent. Vinstri-Sannir, gæti verið fínt nafn á flokk Jóns það yrði jafnframt stöðug áminning um svik VG.
Sólbjörg, 10.1.2013 kl. 12:21
Er það ekki frekar trójuhesturinn sem er VG ESB sinna?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 14:48
Sammála Sólbjörgu. Vonandi nær Jón Bjarnason að koma þessum slepjulegu heimaköttum Jóhönnu í VG fyrir villkattanef.
Elle_, 10.1.2013 kl. 15:13
Aldeilis fín tillaga hjá þér Sólbjörg,ættu óánægðir vg að sættast á hana. Spellvirkjarnir geta þá sameinast í að reka við,ræðuflokk.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2013 kl. 15:29
Heimakettirnir verða þar,þangað þarf að færa allar þeirra hugmyndir,fyrir trýnið á þeim,sem sagt ,,fyrir kattarnef,,.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2013 kl. 15:32
Þakka þér fyrir Helga mín. Ef það verður tilkynnt um nýjan flokk, mun það örugglega valda skjálfta og skelfingu innan stjórnarflokkanna þegar tilkynnt verður um það framboð.
Sólbjörg, 10.1.2013 kl. 17:45
Trójahestur er metaphor og merkir þá list eða klókindi að koma fyrir hættulegum, þó meinlaust útlítandi hlut eða objekti, inn í raðir andstæðinganna. Því get ég ekki séð hvernig VG getur verið Trójuhestur ESB manna. Ég sé engan Trójuhest í þessu hallærislega máli.
Hinsvegar mætti til gamans líta á hillbillana Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason sem Trójuhesta Hrunflokkanna, Íhaldsins og hækjunnar, sem þeir komu fyrir hjá stjórnarflokkunum.
Þar má jafnvel sjá fleiri Trójuhesta eða Trójuasna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 20:17
Já Haukur ef maður hugsar um frumstæðar árásaleikfléttur löngu liðinna alda,verður trjóuhesturinn svo minnisstæður og tamur í tungu, allt feik kennt við klárinn. En við höldum áfram að togast á um gamla Ísland og ekki örgrannt um að maður sé stundum orðinn leiður á að vera í stöðugum illdeilum í besta falli grútfúll.Hver gerði hverjum hvað,? Saga sem við segjum upp á hvern einasta dag,verður stundum að skipta um blæ,þótt takmarkið sé ávallt það sama,ekkert Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2013 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.