Þriðjudagur, 8. janúar 2013
Árni Páll boðar ESB-atvinnuleysi
Nái Árni Páll Árnason kjöri sem formaður Samfylkingar tekur flokkurinn upp stefnu atvinnuleysis að hætti Evrópusambandsins. Á fundi með stuðningsmönnum sínum hvatti Árni Páll til þess að Íslendingar yrðu aðilar að atvinnulausri Evrópu þar sem yfir tíundi hver er atvinnulaus.
Meðal ungs fólks er atvinnuleysi í hæstu hæðum, fjórða hvert ungmenni er án atvinnu. Evru-kreppan er ekki lengur gjaldmiðlakreppa heldur samfélagskreppa þar sem þjóðfélög gliðna í sundur, segir í Telegraph.
Gjaldmiðlasamstarf evru-ríkja er beinn áhrifavaldur að gríðarlegu atvinnuleysi í jaðarríkjum Evrópusambandsins, segir í Welt, þar sem vakin er athygli á hve illa Suður-Evrópuríki standa (auk Eista og Íra).
Jafnaðarfrjálshyggjumaðurinn Árni Páll er með uppskrift að sérstakri samfylkingareymd handa Íslendingum. Það væri eftir öðru að hann yrði formaður ESB-flokksins.
Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.