Fimmtudagur, 3. janúar 2013
Björt framtíð og formannsslagur í Samfylkingu
Karl Th. Birgisson stuðningsmaður Árna Páls Árnasonar í formannsslag Samfylkingar skrifar um bága stöðu flokksins og segir skorta allt það sem geri Bjarta framtíð að valkosti fyrrum kjósenda Samfylkingar:
yfirvegun, hófstilling og praktísk, lausnamiðuð pólitík.
Hvernig besti vinur prinsipplausu frjálshyggjumannanna, Árni Páll, eigi að veita Bjartri framtíð samkeppni er ekki ljóst. Eða er Árni Páll gnarr-fyndinn inn við beinið?
Athugasemdir
Stuðningsmennirnir gætu sumir orðið Árna Páli erfiðir.
Fæla frekar frá en laða að.
En allt er betra en skátinn.
Rósa (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 15:41
Eg er ekki neinn aðdáandi Árna Páls en minni enn á að hann, einn samfylkingarmanna, fór að fá vitið í lokin í einu nauðungarmáli (og einu mesta ógeðsmáli af nokkrum) hans óheillaflokks, ICESAVE. Hin voru öll enn stödd í Kóreum og Kúbum Norðursins. Og eru þar enn.
Elle_, 3.1.2013 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.