Íslenska leiðin er alþjóðleg, ESB leiðin er sérviska

Íslenska leiðin úr kreppunni er alþjóðlega viðurkennd, að fella gengið og nýta stjórntæki peningamála og skattalöggjafar til að vinna á efnahagslegum samdrætti. Áratuga reynsla er fyrir aðgerðum fullvalda ríkja sambærilegum þeim sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í kjölfar hrunsins 2008.

Viðbrögð Evrópusambandsins við kreppunni eru aftur á móti sérviska sem styðst hvorki við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir né skynsamlega hagfræði. Miðstýrðar efnahagsaðgerðir í Berlín/Brussel leiða til eymdar og volæðis í jaðarríkjum evrunnar. Sársaukinn skilar engum hagnaði og það er ekkert ljós í myrkrinu, segja þeir sem búa við ástandið.

Nágrannar okkar, Bretar, sem eru í Evrópusambandinu en hafa ekki tekið upp evru sjá skriftina á veggnum. Ráðamenn ESB ætla að auka sérviskuna og þrengja að fullveldi aðildarríkja sinna til að vinna bug á kreppunni sem sérviskan ól af sér. ESB er hundurinn sem eltir rófuna á sjálfum sér.

Bretar ætla þess vegna ekki að taka þátt í því Evrópusambandi sem verður myndað utan um evruna. Íslandsvinurinn Daníel Hannan gerir grein fyrir stöðu mála í bresku umræðunni í grein í Telegraph. Kjarninn í málflutningi Hannan er að Bretar verði að vera viðbúnir að ganga út úr Evrópusambandinu ef þeir fá ekki samið sig frá allri óþurftinni sem aðild fylgir.

Aðeins gömlu meginlandsríkin í Evrópu og kreppuríkin í suðri ætla að feta sérviskuleið ESB inn í langa og djúpa kreppu til að bjarga gjaldmiðli sem leggur efnahagskerfi þjóða í rúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir EU væri best að losna við Breta í nokkur ár. Þeir eru til vandræða, einkum vegna þess að þeirra eigin problem eru mörg gífurleg, þrátt fyrir pundið. “Industrial decline, financial decline, just name it”. Heilbrigðiskerfið lélegt og ríkisreknir grunn- og menntaskólar með þeim verstu í álfunni. Þeir kæmu svo skríðandi á fjórum fótum með beiðni um inngöngu, sem yrði aðeins samþykkt ef þeir tækju upp Evruna. Tjallarnir fengju aldrei “Bilateriale Abkommen” eins og Svisslendingar. “Forget it”!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 11:07

2 identicon

http://www.ruv.is/frett/evropa-ordin-neydarsvaedi

GB (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Kjarninn er sá að í íslensku leiðinni þá hafa stjórnvöld fullt og óskorað vald að fella gengið og við það rýrnar kaupgeta og skuldir fólks aukast. Þannig hafa stórnvöld völd til að skella kostnaði vegna bankabólunnar á almenning og heimilin í landinu blæða. Fólk endist ekki aldur við að greiða upp húsnæðilánin en á sama tíma þá er fólk um 20-30 ár að greiða upp sitt húsnæði m.a. í EU, UK og USA. Þetta er kostnaður við að hafa krónuna sem almenningur ber. Bjartur í Sumarhúsum var líka alveg sjálfstæður en trúlega hefði hann getað skapað sér og sínum betri lífsgæði með því að taka þátt í samfélaginu i kringum sig. Sama gildir um Ísland í dag.

Gísli Gíslason, 2.1.2013 kl. 14:39

4 identicon

Í gær skrifaði Jónas pistil um eiturlyfjanotkun íslensku stjórnsýslunnar í gegnum árin. Fíkniefnin voru varnarliðið og síðan álverin. En hann gleymdi elsta og mest notaða dópinu, sparnaði barna, unglinga og eldri borgara.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband