Nýi sáttmáli VG um ESB-umsóknina

Guðfríður Lilja er enn einn þingmaður sem hrökklast frá VG á kjörtímabilinu. Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason eru aðrir úr þingliðinu sem horfið hafa af vettvangi.

VG lagði upp í ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingu með því að fórna meginstefnu róttækra vinstriflokka á Íslandi alla lýðveldissöguna; að Ísland skuli vera sjálfstætt og fullvalda.

Ásamt þingmönnum eru þeir margir flokksmenn VG sem í ár tóku staf sinn og hatt og kvöddu flokkinn. Vésteinn Valgarðsson er einn þeirra. Hann rifjar upp að  fyrir 750 árum gerðu Íslendingar versta alþjóðasamning nokkru sinni, þegar við urðum hjálenda Noregskonungs með Gamla sáttmála.

Vésteinn stingur upp á að samningurinn við Evrópusambandið sem Steingrímur J. og Árni Þór ætla færa þjóðinni fái heitið Nýi sáttmáli.

 


mbl.is Guðfríður Lilja hættir um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þeir sem leggja að jöfnu Gamla sáttmála þar sem við gengumst Noregi á hönd og fórnuðum þar með sjálfstæði okkar við aðild að ESB sem er samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda líðræðisríkja Evrópu eru aðnnað hvort að fara með vísvæitandi rangrærslur eða eru haldnir miklum ranghugmyndum um annað hvort ESb eða Gamla sáttmála. Það sama á við um þá sem eru að líkja saman ESB og Sovétríkjunum sálugu.

Ef eitthvað er þá mun ESB aðild auka fullveldi okkar að því leyti að við munum í gegnum aðild að ESB hafa mun meira að segja um þróunina í kringum okkur sem mun hvort sem okkur líkar betur eða verr hafa áhrif hér á landi.

Sigurður M Grétarsson, 31.12.2012 kl. 18:22

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jæja, þá getur utanríkismálanefd hallað sér aftur á hitt eyrað og látið ESB aðlögunina yfir sig ganga.

Ragnhildur Kolka, 31.12.2012 kl. 18:32

3 Smámynd: Óskar

Tek algjörlega undir með Sigurði.  Að bera saman gamla sáttmála og aðild að ESB er algjörlega útúr öllu korti.  En þessi málflutningur sýnir ágætlega á hvaða plani ESB andstæðingar kjósa að hafa  umræðuna, ekki upplýsta, upphrópanir og lygar.  Alls ekki ræða staðreyndir, hvað þá kosti þess að ganga í ESB, þjóðin gæti nefnilega skipt um skoðun þegar hún fær loksins að heyra sannleikann!

Óskar, 31.12.2012 kl. 20:54

4 identicon

Ríkisstjórn Íslands í dag eru landráðamenn.

En fáum við nokkuð betra eftir næstu kosningar....

Eigum við samt ekki að segja gleðilegt nýtt ár !!!! ????

jóhanna (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 01:15

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er sjálfstæði að nota lög annars land. Hver kemur upp með svona barna skap

Valdimar Samúelsson, 1.1.2013 kl. 02:13

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar því ekki að leyfa okkur að heyra sannleikann, komdu með þessar staðreindir sem þú ert að tala um.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.1.2013 kl. 02:14

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gleðilegt ár til ykkar allra, hagur okkar Íslendinga hlýtur að vera best borgið í okkar eigin höndum. 

Sigurður Grétar og Óskar þið haldið því fram að það séu gull og grænir skógar í ESB án þess að útskýra það betur og ykkur að segja þá nægir fyrir okkur sem ekki viljum í ESB að líta til þessara ESB landa og sjá það sem þar er í boði fyrir fólkið og það sem við sjáum er fátækt og atvinnuleysi mikið, og í ljósi þess þá er nú betra að við búum okkur sjálf okkar eigin hag og vöxt...

Ekker ESB segi ég. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.1.2013 kl. 08:35

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar Samúelsson. ESB er ekki land heldur samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu. Það að ganga í ESB gerir því það ekki að verkum að við þurfum að nota lög annars lands. Það gerir það að verkum að við tökum þátt í samstarfsvettvangi þessara þjóða þar sem við og þær setjum okkur sameiginlegar reglur um hluti sem snúa að sameiginlegum hagsmunum okkar og þeirra. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að taka þátt í þeim breytingum sem eiga sér stað bæði í heiminum öllum og einnig staðbyndinni þróun í Evrópu. Við munum því aldrei getað farið okkar fram algerlega eins og við viljum ef við viljum ekki eingangrast. Við verðum því alltaf að fylgja þróuninni í kringum okkur að einhverju leyti hvort sem við tökum þátt í fjölþjóðasamstarfi eða ekki. Með því að taka þátt í ESB samstarfinu höfum við hins vegar mun meiri möguleika á að hafa áhrif á þá þróun heldur en ef við stöndum þar fyrir utan og höfum því í raun mun meira um okkar eigin mál að segja. Við erum því síst af öllu að minnka sjálfstæði okkar með þátttöku í slíku samstarfi.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2013 kl. 11:36

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ingigjörg Guðrún Magnúsdóttir. Hagur okkar verður ekki neinn minna í okkar höndunm þó við tökum þátt í samstarfsvettvangi vinaþjóða okkar og hámörkum þannig möguleika okkar á að hafa áhrif á þróunina í okkar heimshluta.

Sú fátækt og atvinnuleysi sem nú hrjárir nokkur ESB ríki er ekki afleiðing af aðild þeirra að ESB heldur er þetta afleiðing af alþjóðlegri kreppu í bland við mikla og langvarandi óstjórn þeirra eigin ríkisstjórna í fjármálum. Flest bendir til að staða þessara þjóða væri enn verri en þær þó eru ef þær væru ekki aðilar að ESB og Evru samstarfinu.

Kostirnir fyrir okkur íslendinga af því að ganga í ESB eru margir en þar ber hæst að flest bendir til þess að það muni bæta lífskjör þjóðarinnar. Margar tegundir matvæla munu lækka í verði en engar hækka í verði. Að öllum líkindum munu vextir lækka við ESB aðild og það áður en við formlega tökum upp Evru. Möguleikar í útflutining lándbúnaðarafurða munu aukast verulega svo ekki sé talað um mögleika til frekari vinnslu sjávarafurða í stað þess að flytja þær að mestu út óunnar vegna afnáms tolla á þær afurðir inn á ESB markað. Það mun því væntanlega efla íslenskan sjávarútveg og bæta þannig stöðu íslenskra sjávarbyggða sem hafa í langan tíma átt undir högg að sækja.

Svo er ESB með alvöru byggðarstefnu sem hefur sýnt sig að virkar ögubt við íslenska byggðarstefnu.

Einnig bendir allt til að erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi muni aukast verulega við aðild að ESB eins og hefur verið raunin með öll smáríki sem gengið hafa í ESB. Slíkt mun efla íslenskt atvinnulíf til heilla fyrir þjóðina.

Það er því nokkuð ljóst að aðild að ESB mun bæta verulega hag íslensku þjóðarinnar auk þess sem áhrif okkar á þróunina í kringum okkur mun aukast verulega við það að taka þátt í þessu samstarfsferli.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2013 kl. 11:46

10 identicon

Ástæðan fyrir brottför Lilju er augljós, hún var þvinguð til að breyta atkvæði sínu af Jóhönnu og Steingrími J í atkvæðagreiðslu 21 desember 2012, Jóhanna þvingaða fram aðra atkvæðagreiðslu um virðisauka á taubleiur en í seinni atkvæðagreiðslunni breytti Lilja atkvæði sínu úr Já í Sitja hjá. Lúðvík Geirsson ætti að sjá sóma sinn í að yfirgefa alþingi þar sem hann breytti atkvæði sínu úr Já í Nei það sínir að eigin samviska Lúðvíks er föl.


VG-kjósandi (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband