Laugardagur, 29. desember 2012
Hákon gamli og skosk þjóðernisvitund
Íslendingar urðu þegnar Noregskonungs með Gissurarsáttmála árið 1262. Veldi Noregs á Norður-Atlantshafi reis hvað hæst þá með Ísland, Grænland og Færeyjar sem hjálendur.
Noregskonungar áttu einnig eyjarnar undan Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltlandseyjar, sem og Suðureyjar og Mön og ítök í sjálfu Skotlandi.
Samkvæmt söguvef BBC er skosk þjóðernisvitund rakin til þess er Alexander annar gerði uppreisn gegn Hákoni gamla einmitt sama árið og Gissur Þorvaldsson gerði Íslendinga þegna Hákons. Í herförinni gegn Alexander varð Hákon sóttdauður í Orkneyjum. Athyglisvert.
Athugasemdir
Þessi pistill hjá síðuhafa hlýtur að vera skrifaður af öðrum en honum því þarna er hvergi minnst á ESB og Samfylkinguna.
Friðrik Friðriksson, 29.12.2012 kl. 22:43
Skotar munu verða sjálfstæð þjóð, að öllum líkindum ekki í ESB, og tengja sig Norðurlöndunum í auknu mæli en fyrr, sérstaklega Noregi.
Illuminati (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 04:11
Þú áttar þig á samhenginu Illuminati,drottnunargjarnir konungar sóttust eftir yfirráðum frumstæðra landa,eins og Íslands,beittu til þess slægð,en ekki vopnum, líklega talið þá brottflutta landa sína. Sagan endurtekur sig,nútíma kongar kallast,Esb,stjórar,og beita nýustu þvingunaraðgerðum,með leyfi hrollvekjandi landa okkar sem náðu stjórnartaumunum. Þeirra eina markmið er að eyða þjóðríkinu Íslandi. Því ætlum við sem andæfum hér,ekki að una.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2012 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.