Forysta VG krýpur fyrir Samherja

Samherji er ekki ríki í ríkinu. Fyrirtækið er ekki hafið yfir rannsókn, telji réttmæt yfirvöld tilefni til rannsóknar. Tryllingsleg viðbrögð Samherja við rannsókn Seðlabankans sýna að stjórnendur þar á bæ þykjast yfir réttarríkið hafnir.

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er gjarnan talinn málpípa Steingríms J. formanns VG. Þegar hann sýknar Samherja með bloggfærslu byggða á eigin hugarórum er verið að kaupa gott veður hjá stjórnendum Samherja.

Þingkosningar eru í nánd. Við síðustu mælingu fékk Steingrímur J. 199 atkvæði til þingmennsku í kjördæminu. Meira þarf til í vor.


mbl.is „Samherji er ekki að svindla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin í þessu er hvort að rannsóknin hafi yfir höfuð verið réttmæt: Húsleit gjaldeyriseftirlitsins í kjölfar Kastljósumfjöllunar Helga Seljans. Fátt bendir til þess að svo hafi verið.

 Það að Björn Valur sé kjáni breytir litlu um þau mál öll.

Brjánn (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 17:45

2 identicon

Ég held að þú farir villu vegar Páll

Ég held að væri nær að rannsaka heilan á þessum seðlabankastjórabjána

Þeir sem reynt hafa að fá "ferðamannagjadeyrir"  undanfarið eru mér örugglega sammála

Á meðan sumir fá eins mikið af evrum og þeir geta troðið í töskurnar

Grímur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 17:56

3 identicon

Hvaða þingmenn í NA kjördæmi eru ekki á mála hjá Samherja?  Vaðlaheiðagöngin, í þágu vinnslustöðva Samherja í kjördæminu, fengu td. samþykki allra þingmanna Samherja og það með ríkisábyrgð, hvort sem þeir heita Kristján Möller, Sigmundur Ernir, Kristján Þór Júlíusson, Steingrímur Joð eða Björn Valur.   

Aggi (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 19:58

4 identicon

AGGI er með þetta.

Einmitt af þessum sökum tekst þjóðinni ekki að hrista af sér þetta ógeð.

Það kemur bara maður í manns stað.

Óvinir fólksins.

Rósa (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 20:29

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála Grímur, af hverju þarf ferðamaður að vera í reikning hjá banka til að fá gjaldeyri, þessa littlu nánasarlús sem ferðamaðurinn fær?

En svo er ekkert mál að fá gjaldeyri í flugstöðini í Keflavík, hann er í það minsta 1% dýrari en í banka utan flugstöðvar.

Man vel eftir gjaldeyrishöftum hér áður fyrr, þá var nóg að sýna farseðil.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2012 kl. 20:52

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það máttu allir sjá sem fylgdust með framþróun kvótafrumvarpanna á þinginu að þar fór fyrir maður sem vann beint fyrir ÞMB og fæst ekki betur séð en að þessi frumvarpsdrög sem komið hafa fram séu skrifuð af kvótapúkanum.

Ólafur Örn Jónsson, 28.12.2012 kl. 23:33

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta viðhorf Björns Vals, sem beitti sér skyndilega hart í aðdraganda prófkjörsbaráttu Vg í Reykjavík fyrir bættum vinnubrögðum Ríkisendurskoðunar og sömuleiðis fyrir rannsókn á fjárglæfrum stjórnenda hjúkrunarheimilisins Eirar, kemur alls ekki á óvart, en hann hefur verið tvöfaldur í roðinu þegar komið hefur að umræðu um kvótasukkið.

Það er vel við hæfi að rifja það upp í ljósi athugasemda hér að ofan að fyrirtækið sem að fyrrum stjórnarformaður Glittnis og forstjóri Samherja, Þorsteinn Már, kallar til vitnis um skakka útreikninga yfirvalda, er einmitt það ágæta fyrirtæki sem reiknaði út gríðarlega arðsemi Vaðlaheiðargangna umfram aðrar framkvæmdir í landinu.

Nú er spurning hvers vegna Þorsteinn Már kallaði sérfræðinga IFS - Ráðgjafar ekki fyrr til starfa og það inn í Glitni-banka en þá hefði þjóðin ef til vill komist hjá "svokölluðu hruni."

Sigurjón Þórðarson, 28.12.2012 kl. 23:35

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samherji stjórnar Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 01:06

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver stjórnar Samherja?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 01:07

10 identicon

Ég veit ég þarf ekki að vara lesendur hér við VG, því sú vesæla hreyfing er á hraðri leið að eigin grafarbakka.

Ég veit ég þarf ekki að vara lesendur hér við Framsóknarflokknum, hann hefur margdæmt sig sjálfur sem daðrandi rekald.

Og ég veit að ég þarf ekki að vara lesendur hér við Gvendi Marshall Heiðu Proppe Gnarr.

Ég vara fólk hins vegar eindregið við því að kjósa Samfylkinguna, því þar ráða för landsölu- og hórdómskarlar og allra handa skækjur.

Ég vara fólk þó sérstaklega við því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þar ráða för landsölu- og hórdómskarlar og flögð undir fögru skinni, ma. puntudúkkan Hanna Birna, stefnulausa Berlínar rekaldið.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 03:23

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Björn Valur er í atvinnuleit og er að reina fyrir sér hjá Samherja hvort það sé ekki laust Skipspláss...

Vilhjálmur Stefánsson, 29.12.2012 kl. 09:08

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætla ég að dæma aðför SÍ að Samherja. Hef engar forsendur til þess.

Hitt er ljóst að Björn Valur verður atvinnulaus næsta vor og líklegt að hans skrif einkennist af þeirri staðreynd.

Gunnar Heiðarsson, 29.12.2012 kl. 09:46

13 identicon

Má til með að benda á þetta viðtal:

http://www.dv.is/menning/2012/12/25/peningar-stjorn-ollu-landi/

Kristín Eiríksdóttir, höfundur skáldsögunnar Hvítfeld, segir peninga stjórna öllu á Íslandi.

Þá kemur Sigga nokkur Jóns með komment ársins: "Sem sagt, þessi fallega dama með fokdýrt dautt dýr á hausnum er á því að fólk sem stofnar fyrirtæki eigi að gera það af mannúðarástæðum, hverslags andskotans rugl er þetta orðið."

Tek heils hugar undir með Siggu Jóns. Vona að blaðamenn DV komist að því hvort Kristín Eiríksdóttir hafi hreinlega gefið skáldsöguna sína eða heimtaði hún peninga fyrir hana?

Græðgin birtist í ýmsum myndum. Það var valdagræðgi sem bar VG ofurliði. Menn sem selja hugsjónir sínar og ömmu sína í leiðinni eru búnir að vera.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband