Samfylkingin og lýðræðið

Í átökum samfylkingarfólks um hverjir megi kjósa í Reykjavíkurfélaginu skiptist í tvö horn. Í fyrsta lagi þeir sem telja að félagar sem borga félagsgjöld skuli njóta atkvæðaréttar og í öðru lagi hinir sem telja nóg að kennitölu mögulegs kjósanda hafi einhvern tíma verið skráð í félagatal.

Þeir síðarnefndu nefna það sem sérstök rök að sum flokksfélög stundi kennitöluflakk, eins og Rósin hans Össurar, og það sé hið besta mál.

Þegar stjórnmálaflokkur getur ekki sammælst um einfaldar og skýrar lýðræðislegar reglur til að velja sér formann er hætt að virðing viðkomandi flokks fyrir lýðræðinu almennt sé ekki upp á marga fiska. Eins og Samfylkingin er lifandi sönnun fyrir.


mbl.is Samfylkingarfólk deilir um skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er þetta ekki svo einfalt. Fljótt á litið eru lesendur DV brjálaðir yfir vali lesenda DV á hetju ársins.

http://www.dv.is/frettir/2012/12/28/hildur-lilliendahl-er-hetja-arsins-2012/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband