Undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn svik?

Atlaga ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingar og VG, að stjórnarskrá lýðveldisins er liður í valdabrölti þeirra stjórnmálaafla sem alla lýðveldissöguna hafa verið í minnihluta. Skýr og eindregin andstaða Sjálfstæðisflokksins hefur til þessa komið í veg fyrir stjórnskipunarbyltingu vinstrimanna.

Einhver bilun virðist  komin í Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarskrármálinu. Heimildir sem vel þekkja til í flokknum, t24 og Vefþjóðviljinn, gefa til kynna að Vilhjálmur Egilsson og gamlir hrunverjar úr Samtökum atvinnulífsins sé orðnir helstu gerendurnir í stefnumótun Sjálfstæðisflokksins.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að svíkja í stjórnarskrármálinu, til að auðvelda ESB-sinnum í flokknum að ná saman við Samfylkinguna, er eins gott að það komi fram fyrir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Mig rak líka í rogastans að heyra málflutining Birgis Ármanns í fréttatíma sjónvarpsins um valdaframsal til Brussel. Flokksbundnir Sjálfstæðismenn hljóta að fara fram á að forystan gefi upp afstöðu sína gagnvart stjórnarskrármálinu sérstaklega í öllu er varðar fullveldismál landsins.

Vilhjálmur Egilsson er sá maður æviráðin?

Sólbjörg, 27.12.2012 kl. 11:57

2 identicon

Þetta er áhugaverð nálgun Páll. Hins vegar verð ég að benda þér á þá staðreynd að stóru svik Sjálfstæðisflokksins við þjóðina var inngangan í EES 1993, undir forystu ritstjórans þíns, DO.

Rétt að halda því líka til haga að öll EFTA ríkin eiga aðild að EES nema Sviss, en þar var inngöngu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þáverandi forseti Íslendinga, Vigdís Finnbogadóttir, heyktist á að fara að kröfu islensku þjóðarinnar og neitaði landsmönnum um þjóðaratkvæðagreiðslu - fyrir atbeina þáverandi valdhafa.

Fyrir sakir inngöngu í EES og EFTA var fullveldi þjóðarinnar gefið upp á bátinn og regluverk ESB rennur nú sjálfkrafa í gegnum Alþingi.

75 - 80% af regluverki ESB er þannig sjálfkrafa orðið að lögum á Íslandi og fjas jafnleiðinlegasta þingmanns þjóðarinnar um "valdaframsal til Brussel" er því broslegt í stóra samhenginu.

Þú ættir því að taka málið upp við aðlögunarkóng Íslands, DO. Ég er að sjálfsögðu sammála þér að gjörðir hans eru ekkert annað en landráð.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hilmar,

EES-aðild felur í sér að við tökum upp innan við tíu prósent af ESB-regluverki. Þú lætur ESBs-sinna ljúga þig fullann.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1136103/

Páll Vilhjálmsson, 27.12.2012 kl. 13:24

4 identicon

Það er virkilega farið að vera þreytandi að lesa rangfærslurnar frá þér, Hilmar. Þylurðu bara upp það sem ESB-sinnar spinna upp og segja?

Ólafur J. (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 13:31

5 identicon

"Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 varð Ísland hluti af innri markaði ESB, fjórfrelsinu, sem segja má að sé kjarninn í evrópsku samstarfi. Auk þess fékk Ísland aðgang að samstarfsverkefnum ESB á sviði vísinda-, mennta-, og menningarmála. Um leið skuldbundu Íslendingar sig til að taka upp svo til alla löggjöf ESB sem fjallar um innri markaðinn, sjá nánari umfjöllun um stöðu EES í svari sama höfundar við spurningunni Er samningurinn um evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?. Árið 2001 fékk Ísland svo fulla aðild að Schengen-samstarfinu um landamæragæslu ásamt ýmsum þáttum í löggæslusamstarfi ESB. Með því tökum við þátt í samstarfi ESB á flestum sviðum sem falla undir þriðju stoðina.

Við sjáum af þessu að Ísland er nú þegar virkur þátttakandi í margs konar samstarfi sem fer fram innan ESB, en meðal þess sem mundi bætast við með fullri aðild eru fyrst og fremst sjávarútvegsmál, landbúnaðar- og byggðamál. Þá þarf einnig að skoða utanríkissamstarfið, einkum utanríkisviðskipti. Þar fyrir utan þarf að skoða áhrif ESB-aðildar á ákvarðanatöku og fullveldi Íslands ásamt því að leggja mat á kostnaðaráhrif. Aðild að myntbandalaginu og upptaka evrunnar er svo sérstök ákvörðun sem ekki verður rædd hér frekar."

(http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5590)

Ofanrituð tilvitnun í Vísindavef HÍ geymir þá væntanlega "lygi ESB-sinna" líka Palli minn?

EES- og Schengen- stórslysin gerðust á vakt Sjálfstæðisflokksins, ekki rétt Páll minn - eða er það enn ein ESB-sinna lygin?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 13:46

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú verður að halda þræði, Hilmar. Í fyrstu athugasemd þinni sagðir þú: ,,75 - 80% af regluverki ESB er þannig sjálfkrafa orðið að lögum á Íslandi" og sú fullyrðing er bláköld lygi. Í seinni athugasemd þinni hleypur þú í felur á bak við vísindavef HÍ þar sem ekkert segir um hlutfall af regluverki ESB sem tekið er upp í EES-samningunum.

Páll Vilhjálmsson, 27.12.2012 kl. 14:04

7 identicon

Talandi um hannyrðir, Páll, þá er það spurning hvor okkar er að hlaupa í felur. Getur þú ómögulega tjáð þig um svik Sjálfstæðisflokksins við þjóðina?

Hverjir héldu um stjórnartaumana þegar Ísland gekk í EES - og hverjir voru í forsvari þegar Ísland gekk í Schengen?

Voru það ekki svik við þjóðina?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 14:41

8 Smámynd: Elle_

Heildarfjöldi laga landsins eru um 5% af fjölda laga hins rangnefnda ´Evrópu´-sambands og ekki næstum öll þaðan eða um 20% af okkar lögum koma þaðan. 

Hvernig í veröldinni reiknuðu ESB-sinnar og Hilmar það út að 20% af 5% væri 80%??  Þetta eru helberar lygasögur, langvarandi tröllasögur.

Elle_, 27.12.2012 kl. 15:12

9 identicon

Ekki reyna að skrifa þig frá einfaldri spurningu Páll:

Hverjir héldu um stjórnartaumana þegar Ísland gekk í EES - og hverjir voru í forsvari þegar Ísland gekk í Schengen?

Voru það ekki svik við þjóðina?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 15:18

10 identicon

Höfum þetta á hreinu Hilmar Hafsteinsson:  Vísindavef HÍ er ritstýrt af Þorsteini Vilhjámssyni, föður Vilhjálms Þorsteinssonar.  Út frá því geturðu dregið ályktanir um það hversu marktækar upplýsingar þaðan eru, með vísan til samfýósanna.  Ert þú blindur samfýósi Hilmar?  Eða lepurðu upp heimildir, án þess að kanna áreiðanleika þeirra?  Hvort er það Hilmar Hafsteinsson?

Aggi (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:43

11 identicon

Höfundur beggja þeirra "heimilda" sem þú vísar til er Eiríkur Bergmann.  Þú ert því samfýósi Hilmar Hafsteinsson.

Aggi (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:45

12 identicon

Ég, a.m.k., fagna mjög meintum verðandi "svikum" Sjálfstæðisflokksins hvað fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar varðar, núverandi eða verðandi.

Mig nefnilega dauðlangar að greiða atkvæði um aðild lýðveldisins að NATO. Nokkuð sem foreldrum mínum gafst aldrei kostur á, þökk sé stjórnarskránni núverandi og ríkjandi valdhöfum seinni hluta 20. aldar.

Geri ekki ráð fyrir að rifja þurfi upp í hvaða flokkum þeir stóðu.

Nonni (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:44

13 identicon

Stjórnarskráin var og er ekki vandinn Nonni, heldur hvernig menn sniðgengu hana, bæði Sjálfstæðisflokkurinn og restin af hækjuflokkum hans og puntudúkkur þeirra á forsetastól, Sveinn Björnsson og Ágeir Ásgeirsson og varðandi EES samninginn parlez vous francais Vigdís Finnbogadóttir. 

Nú höfum við þó mann með einhverjar hreðjar á forsetastól, sem hefur þorað að virkja stjórnarskrána, svo sem öllum mátti allan tíma skiljanlegt vera að var og er hægt að gera.  Það þarf mann með hreðjar til að þora.

Eva (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 22:32

14 identicon

Betur þætti mér, Eva, að treysta dómgreind þjóðarinnar en manni með hreðjar. En það vantar ákvæði þess efnis í stjórnarskrána...

Nonni (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 23:02

15 identicon

Það ákvæði vantar ekki í núgildandi stjórnarskrá, en það er rétt hjá þér Nonni, að best er ávallt að treysta dómgreind þjóðarinnar og að forseti virði bæði þjóðina og dómgreind hennar.  Til þess höfðu fyrri forsetar hvorki dug né vilja, enda puntudúkkur valdastéttarinnar, líkt og Viljálmur Egilsson, uppdubbaður sem hórkarl Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Berlínarvaldsins.

Eva (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 00:28

16 identicon

Ég vara fólk eindregið við því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þar ráða för landsölu- og hórdómskarlar og flögð undir fögru skinni, ma. puntudúkkan Hanna Birna, stefnulausa rekaldið.

Eva (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband