Þjóðareymd útrásarmanns

Útrásarguttarnir,  auðmennirnir og helstu meðhlauparar þeirra, lærðu ekkert af hruninu og eru þess albúnir að hefja leikinn á ný: hlaða skulum ofaná skuldir, hirða gróðann og skilja þjóðina eftir gjaldþrota.

Finnur Sveinbjörnsson var bankastjóri Sparisjóðsbankans í útrás og Arion banka strax eftir hrun. Hann skrifar grein í Viðskiptablaðið um þjóðareymd. Finnur telur Íslendinga ætla að festast í eymd atvinnuleysis, hárra vaxta og lítils hagvaxtar.

Vísitala þjóðareymdar Finns er áætluð 13 til 11 stig næstu þrjú árin. Samkvæmt stöplariti sem fylgir grein Finns var eymdarvísitalan 16,4 árið 2007 þegar útrásin var í algleymi. Finnur ætti að lofa og prísa ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fyrir að minnka þjóðareymdina um þriðjung frá útrás.

Áður en Finnur og hans nótar gera sig breiða í ráðgjöf um hvert við ættum að stefna í framtíðinni væri íhugandi fyrir þá að gera grein fyrir mistökunum á tímum útrásar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna er eiginlega einn aðal hrunavíkingunum. Var ansi dugleg i að gera husnæðislanasjóð gjaldþrota. Og því sem sumir kalla efnahagsbata núna er auðvitað allur á kostnað framtíðarinnar. Eins og kratar elska.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband