Föstudagur, 21. desember 2012
Upplausn á alþingi, ráðherrar tukta þigmenn til
Ráðherrar Jóhönnustjórnarinnar missa tökin, bæði á sjálfum sér og stjórnarmeirihlutanum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins setti eftirfarandi á smettiskruddu sína:
Ótrúlegar uppákomur og uppnám við atkvæðagreiðslur í þinginu í kvöld . Ég hef aldrei séð annað eins. Þegar ríkisstjórnin sá að hún væri að tapa atkvæðagreiðslu um bleiur var beðið með að tilkynna niðurstöðuna og gert hlé á þingfundi á meðan ráðherrar æddu um salinn og tuktuðu fólk til. Allt kom fyrir ekki og tillaga Birkis Jóns og Lilju var samþykkt. Ríkisstjórnin varð fjórum sinnum undir í atkvæðagreiðslu og einu sinni féll tillaga á jöfnu eftir afskipti ráðherra.
Er nokkur ástæða til að framlengja kvalræði Jóhönnustjórnarinnar? Eigum við ekki að kjósa í febrúar?
Óframkvæmanleg lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vil Fjórflokkurinn kosningar sem fyrst svo nýju framboðin hafi ekki tíma til að stilla strengina með alla þessa hugsjónamenn innanborðs? Að bjóða fram í fyrsta skipti er mikill vinna og þarfnast góðann undirbúnings og mikla peninga því miður ef árangur á að nást sem gerir eitthvað gagn. Ef þjóðin fer að hugsa sjálfstætt gæti það breyst svo mikið að ný framboð fengju meira en 50% atkvæða. Hvað heldur þú lesandi góður?
Baldvin Nielsen
B.N (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 00:26
Hvað held ég?
Þau ný framboð sem aðhyllast inngöngu í esb munu enda á að bera afhroð!
Guðni Karl Harðarson, 22.12.2012 kl. 01:38
Baldvin,
Guðmundur Steingrímsson næsti forsetisráðherra?
Af öllu illu þá vil ég frekar Jón Gnarr.
En þetta er nátúrulega óskhyggja og jólasveina ósk þín?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2012 kl. 01:47
Upp af stól stendur Jóhanna,náum henni fyrir jól að úthýsa og banna,?
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2012 kl. 02:22
Þá er hún farin ESB andstæðingurin Lilja Mósesdóttur svo væntanlega verður hún ekki næsti forsetisráðherra Íslands.
Hér fyrir neðan er tilvitnun í frétt sem sjá má í Visi.is 22.des.2012
,,Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust.''
Hér með eru allar mínar óskir settar á bið. Ég ætla að virða meirihlutavilja þjóðarinar að hún vill ekki breytingar í verki
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 11:10
Þegar Þingforseti kallað til Jóku og sagði "hún xxx sagði já" og þá fór Jóka af stað með þumalskrúfuna
þór (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 20:36
Hver er munurinn á Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Gnarr?
Sólbjörg, 22.12.2012 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.