Föstudagur, 21. desember 2012
Þensla eða hjöðnun í hagkerfinu?
Ótvíræð þenslumerki eru í hagkerfinu, t.d. snarminnkandi atvinnuleysi. Til að slá á þenslu þarf að hækka vexti og draga úr opinberum umsvifum
Mótsögnin er sú að það eru jafnframt samdráttareinkenni í hagkerfinu, s.s. minnkandi verðbólga og minni kreditkortanotkun.
Skynsamleg stjórnvöld myndu veita aðhald í ríkisfjármálum og gera ráðstafanir til að verjast þenslu. En við búum (enn) við ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sem mun gera sitt ýtrasta til að blása út hagkerfið með opinberu bruðli í þeirri von að kaupa sér hagstæð kosningaúrslit í vor.
Minnsta desemberhækkun á öldinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, engar vaxtahækkanir, Páll. Óþarfi að ýta undir þennan skaða.
Elle_, 21.12.2012 kl. 19:47
Það sem skiptir öllu´máli - er að auka verðmætasköpun. "Þensla" sem á upptök í hækkun skattastofna sem velta út í verðlagið vegna er tæplega þess virði að hækka á hana vexti.
Páll - það verður að upprunagreina þensluna. Þensla vegna þess að skattahækkanir velta út í verðlagið sem hækka vísitölu - á þá að hækka vexti - til að stjórnvöld lækki skattana aftur?? Þú veist það gerist aldrei. Allar þessar "Greiningardeildir" hljóta að greina mismun á "skattahækkunarþenslu" og raunverulegrar þenslu vegna þess að kerfið er að ofhitna.
Kristinn Pétursson, 21.12.2012 kl. 21:41
Sæll.
Þú vísar iðulega í atvinnuleysistölur til að segja að hér sé allt í góðu. Þær tölur eru enginn mælikvarði á stöðu mála hér.
Hve margir atvinnulausir hafa flust (flúið) frá Íslandi?
Hve margir eru í skóla núna en væru á atvinnumarkaðinum ef staðan í efnahagsmálum væri betri?
Hve margir eru búnir að missa réttinn til atvinnuleysisbóta vegna þess hve lengi þeir hafa verið atvinnulausir? Hvað mun það kosta sveitarfélögin hérlendis, sem eru nánast gjaldþrota?
Helgi (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.