Viðskiptamódel Baugs

,,Viðskiptamódel Baugs byggðist á skuldum ofan á skuldir. Náin tengsl við íslensku bankanna veitti aðgang að lánsfé þangað til lánamarkaðir lokuðust."

Á þessa leið skilgreinir Daily Telegraph viðskiptahætti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugs í frétt um ákæru sérstaks saksóknara á hendur Jóni Ásgeir.

Jón Ásgeir tryggði sér aðgang að lánsfé með ítökum í bönkum. Síðan rak hann fjölmiðlaveldi, og rekur enn, til að segja okkur hversu frábær viðskipti hann stundar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinilega einfaldara en leikmann grunar,að byggja upp þesskonar veldi. Sá sem vill byggja stórt módel af víkingaskipi með barni sínu,verður að vera laginn og lipur í höndum,hafa óþrjótandi þolinmæði og uppskera fölskvalausa gleði þess. Það útheimtir engar brellur.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2012 kl. 18:44

2 Smámynd: Sólbjörg

Viðskiptahættir þeir sem Daily Telegraph skilgreinir krefjast þess að það sé stöðug þensla í viðskiptum annars gengur kerfið ekki upp. Það verður að stofna fleiri verslanir og kaupa ný fyrirtæki, þannig hleðst skuldsetningin upp. Reglulega birtast fréttagreinar af dugnaðinum þegar ný fyrirtæki eru stofnuð innan þessarar fléttu.

Sólbjörg, 20.12.2012 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband