Fréttablaðið skákar RÚV

Fréttablaðið er yfirlýstur málsvari ESB-aðildar Íslands. Bæði í leiðaraskrifum og fréttaflutningi blaðsins er dreginn taumur ESB-sinna. En þó örlar á þeim skilningi hjá Fréttablaðinu að ESB-umsóknin sé dauðvona. Blaðið birtir frétt um hvað gerðist ef viðræðum yrði slitið.

RÚV, sem á að heita óhlutdrægur fjölmiðill í almannaþágu, sendir fréttmann í mútuferð Evrópustofu til Brussel og birtir fréttir sem gefa til kynna að  ESB-umsóknin lifi góðu lífi og sé við hestaheilsu.

Þegar Fréttablaðið skákar RÚV í umfjöllun um málefni þar sem blaðið hefur tekið ákveðna afstöðu en RÚV á að heita óhlutdrægt þá er verulega illa komið fyrir fjölmiðlinum ríkisrekna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband