Valdamiðjan á Íslandi er ekki til

Völd eru bæði formleg og óformleg, skráð og óskráð. Pólitísk völd í lýðræðisríki styðjast hvorttveggja við kosningasigra en ekki síður við hugmyndalegt forræði. Lýðræðisríki eru öðrum þræði valddreifð en iðulega hvílir meginþungi valdsins tilteknum stað, valdamiðju.

Margbrotið hagsmunanet fléttar saman mörgum þráðum og flestir þræðirnir koma saman í valdamiðjunni. Frá 1990 til 2009 var Sjálfstæðisflokkurinn með pólitísk völd á Íslandi þótt hann styddist við Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og síðast Samfylkingu til að halda meirihluta á alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði völdum á Íslandi eftir hrun. Samfylkingin ætlaði sér völd móðurflokksins en hafði ekki erindi sem erfiði. Það sem Samfylkingu tókst ekki einni og sér ætluðu vinstriflokkarnir sér saman, komu sér upp auðmönnum og þóttust hafa verkalýðshreyfinguna í hendi sér. Sá valdadraumur er úti.

Völd hverfa ekki en stundum tvístrast þau, eins og gerðist hér eftir hrun. Hér er ekki lengur nein valdamiðja og verður ekki um stund. Þangað til ný valdamiðja myndast munu margir reyna að gera sig gildandi. Ýmis bandalög verða reynd og framboð af lukkuriddurum stóreykst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband