Mánudagur, 17. desember 2012
Hundeltur Jón Ásgeir
Jón Ásgeir kveðst hundeltur af stjórnvöldum frá árinu 2002. Á þeim tíma byggði hann upp viðskiptaveldi á Íslandi, Bretlandi og Norðurlöndum - og lét það hrynja. Jón Ásgeir er enn að, á 365 miðla í gegnum konuna sína og Iceland í gegnum pabba sinn. Býsna góð staða fyrir hundeltan mann.
Vörn Jóns Ásgeirs í málaferlum á hendur honum allt frá Baugsmálum er að ef gróði er af viðskiptum geta þau ekki verið ólögleg. Maður sem stelur peningum og notar til viðskipta þar sem hagnaður myndast er samkvæmt skilgreiningu Jóns Ásgeirs ekki þjófur heldur fjárfestir.
Aðrir hundeltir fjárfestar, sem búa í útlöndum en voru stórtækir í útrásinni, hljóta að fylgjast með af áhuga hvernig hundeltasta af öllum hundeltum reiðir af.
Jón Ásgeir hafnar ákærunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott og skilmerkilegt !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 08:35
Leiðir nokkur hugann að því hvernig Jóni líður svona innan með sér? Er maðurinn alveg taugalaus? Algerlega viss í sinni sök? Með óbilandi trú á sjálfum sér? Ég verð að viðurkenna að ég hef innra með mér vissa aðdáun á svona hraustmenni eins og kallinn er.
Halldór Jónsson, 17.12.2012 kl. 08:47
Jú, strákurinn er virkilega vel upp alinn. Alltaf skýr og skilmerkilegur í tilsvörum. Man aldrei eftir að hann hafi svarað:"Mig rekur ekki minni til þess", bla,bla,bla. Réttarhöld síðustu ára yfir hm.. svokallaða hvítflibbakakkalakka, hafa einmitt haft þetta yfirlit..
Lái mér hver sem vill en mín skoðun er, Jón Ásgeir er ekki sá versti...
jóhanna (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 10:36
Jón Ásgeir er einmitt forhertur og vel yfirvegaður og það synir framkomann ! Ekki ein minútu hef eg haft samúð með þessum tilfinningalausa manni ,og ekki eina minútu hefur það vafist fyrir mer hvað mann hann hefði að geyma!!. En hann hefur margann blekt eins og sjálfur Alkó Póne .(..Man ekki hvernig skrifað ) en sennileg lyginn hans og framkoman fleytir honum !..... honum standa fáir á sporði og vont að góma hann einmitt þess vegna !....... allir hinir eru bara smá skrimsli hja Jóni Ásgeir !..en að eg sjai eitthvað aðdáunarvert við það ..........?
Ragnhild (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 18:54
Það er enginn sem getur sagt að Jón Ásgeir sé tilfinningalaus. Málið er hann ber ekki tilfinningar sínar á torg, og er það vel. Al Capone var mjög duglegur á sinni tíð, og sá sem var á móti honum gat talið lífdagana. Ekkert ólíkt og í Sopramos.(seríunni) Ekki veit ég til þess að Jón Ásgeir hafi mörg mannslíf á samviskunni. En það væri eftir öðru að saka hann um mannsmorð, ekki yrði ég hissa, slíkt er réttarfarið á Íslandi. En það er djúpt á mörgum málum sem þarf að taka á nú þegar, sem virðast vera gleymd eða mjög vel "grafin". Tel ég að oft er bakari hengdur fyrir smið. Þar með talinn Jón Ásgeir.
jóhanna (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.