Landafræði fullveldisins

Smáríki eins og Lúxemborg gæti talið fullveldishagsmunum sínum betur borgið í Evrópusambandinu þar sem deilur einskorðast við samningaborðið. Íbúar í Lúxemborg búa að þeirri reynslu að Þjóðverjar vanvirtu fullveldi þeirra bæði í fyrri og seinna stríði. 

Fullveldi sérhverrar þjóðar dregur dám af landafræði. Írar og Finnar sjá hag sínum borgið í Evrópusambandinu sökum þess að þar er skjól að fá fyrir yfirgangi næstu nágranna, Englendinga og Rússa.

Íslendingar búa eyju á Norður-Atlandshafi. Landafræðin segir okkur að fullveldið felist í því að hafa forræði eigin mála. Við búum að sögulegri reynslu hvernig það gafst að æðsta ákvörðunarvald stjórnsýslu Íslands var á meginlandi Evrópu. Það var vond reynsla.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti kann fullveldisrökin afturábak og áfram. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. veitti ekki af tilsögn á Bessastöðum.


mbl.is Ísland í betri stöðu utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þið haldið fólk stráfalli og börn deyji í þriðja heims ríkjum aðallega út af fátækt og sjúkdómum, þá farið þið villur vega. Kynnið ykkur Make Poverty History http://www.makepovertyhistory.org ef þið eruð virkilega það fáfræð að þekkja ekki sannleikann, svona sem fyrsta skref, og byrjið svo að lesa. Það eru einkum Evrópsk fyrrum nýlenduríki sem bera sök á böli mannkyns og dauða sakleysingja í dag. Þjóðarskuldirnar eru orsök fátæktarinnar og fátæktin fæðir af sér sjúkdómana. En það eru óréttlátar þjóðarskuldir sem Evrópuríkin eru að sliga þriðja heiminn með sem eru rótin að þessu öllu, og með þeim halda þessi ríki, sem í framtíðinni verða alræmdustu ríki heims, nú þegar sumar nýlendurnar eru að rísa og öðlast kraft og vald, eins og Indland, og munu heimta sitt til baka frá Evrópu, og ekki vera of góðir vinir þjófsnauta þeirra í ESB...sama hversu litlir og saklausir þeir þykjast vera!

Ég er einnig á móti ESB, afþví ég er fylgjandi einingu mannkynsins alls. Og ef ég væri þjóðernissinni, sem ég er ekki, væri ég það líka, því ég veit að þær þjóðir sem binda um of trúss sitt við Evrópu verður refsað með henni þegar kemur að skuldadögunum og herir hinna undirokuðu streyma inn. Og það kemur að því. Aðeins tímaspursmál. Það er leiðinlegt, það væri óskandi það væri komandi í veg fyrir það, en svo er ekki. Réttlætið mun streyma fram og ekkert fá stöðvað það. Sumar þjóðir Evrópu munu sleppa betur en aðrar, afþví þær hafa sýnt vissa yfirbót. Aðrar, eins og Frakkland og Þýskaland munu aldrei eiga sér raunverulegrar viðreisnar von. Skuldir þeirra eru of miklar og þær hafa skaðað mannkynið of mikið.

En þeir sem stökkva á þennan sökkvandi vagn á síðustu metrunum, á þá verður litið sem auðvirðilega tækifærissinna.

Evrópubandalagið er úreltur, falskur hvítra manna klúbbur, byggður á hjómi og blekkingum heims sem er horfinn.

Ekki láta blekkjast. Norðurslóðir eru auðugar af auðæfum og þær hafa það sem er gulli betra, ágætis mannorð meðal þjóða heims, ólíkt mestu ribböldum mannkyns þarna í Evrópu.

Réttlætið er á leiðinni og það mun stemma stigu bæði við glæpum Evrópu og reiði þriðja heimsins þegar hún blossar upp. Ekki vera röngu megin við strikið þegar það gerist. Þá verður það of seint.

Þeir sem vilja vita hvað Evrópsk stórfyrirtæki eru að gera enn í dag, horfi á Flow-for the love of water, á youtube, og kynni sér svívirðilega glæpi slíkra gegn mannkyninu, eins og fyrirtæki á vegum ESB sem vilja meina bláfátækum Afríkönum að drekka vatn nema borga fyrir það í vasa Evrópskra fyrirtækja. Þetta er ekki grín. Andi Hitlers er því miður enn á lífi og særingarmennirnir sem munu kveða hann niður ekki enn búnir að fullvinna sitt verk. Ef þið efist og haldið Evrópa sé ekki höfuðóvinur mannkynsins, og hafi alltaf verið það, horfið þá á þessa mynd. Útrýmum þessu skrýmsli og blekkingu: Evrópu og verum þess í stað bræður og systur öll, eitt mannkyn á einni jörð, í bræðralagi og friði

burst through (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 07:54

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er geigvænleg framtíðarsýn, og því miður eru mörg sannleikskorn í grein þinni.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.12.2012 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband