Þriðjudagur, 11. desember 2012
Hættur hjá Heimssýn
Á stjórnarfundi Heimssýnar í kvöld tilkynnti ég uppsögn mína eftir þriggja ára starf hjá samtökunum. Uppsögnin er í framhaldi af umræðum sem hófust með bloggi sem ég skrifaði á Heimssýnarbloggið s.l. laugardag.
Þegar fyrir liggur að fullveldissinnar neita að starfa í Heimssýn vegna þess að ég er þar fyrir á fleti er mér ljúft og skylt að hætta störfum hjá samtökunum sem ég tók þátt í að stofna árið 2002.
Ég hætti störfum hjá Heimssýn í fullri sátt við formann samtakanna, Ásmund Einar Daðason, sem ég styð heilshugar til áframhaldandi formennsku. Ég hef starfað með Ásmundi Einari frá því hann tók við formennsku fyrir þremur árum og aldrei borið skugga þar á - jafnvel ekki síðustu daga þegar við höfum haft í frammi ólíkar áherslur til hlutverks Heimssýnar í opinberri umræðu.
Stjórn Heimssýnar þakkaði ég ánægjulegt samstarf á liðnu ári og óskaði þeim stjórnarmönnum velfarnaðar sem gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en aðalfundur Heimssýnar er á morgun.
Ég mun starfa áfram með Heimssýn sem óbreyttur félagsmaður og njóta þess að hafa svigrúm sem almennur borgari að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni.
Athugasemdir
breytir engu Páll - þótt þú verðir bara óbreyttur félagsmaður eru samtökin skemmd
Rafn Guðmundsson, 11.12.2012 kl. 22:00
Það er vont fyrir Heimssýn að þú skulir hafa ákveðið að hætta en að því sögðu gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Árni (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:12
Flott hreingerning, og svo er bara að leggja þennan villuráfandi félagsskap niður eða staðsetja hann í Drangey
Kristinn J (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:40
Sæll Páll.
Ég tel þetta vera rétta ákvörðun. Það geta allir farið aðeins fram úr sjálfum sér. En nú getur þú í friði haft þessa skoðun og flíkað henni eins og þú villt.
Það er annarra að þakka þér f.h. Heimssýnar.
En persónulega vil ég þakka þér fyrir hörku góðar greinar heilt yfir á vef Heimssýnar og fyrir þrotlaust og óeigingjarnt starf fyrir þjóð okkar og fyrir okkur öll sem erum sammála því að berjast gegn ESB aðild.
Veit að þú munt ekki láta þitt eftir liggja hér eftir sem hingað til.
Þó hamist nú á þér í fólsku og hatri allir landsins verstu hælbítaar og úrtölu- og landsölulið ESB sinna, þá gangi þér allt í haginn Páll Vilhjálmsson.
Gunnlaugur I., 11.12.2012 kl. 22:44
Það eru teikn um áhrifarík skrif, ef mönnum tekst að hrella stjórnendur á Daglegum Viðbjóði.
Það er heiður að verða óvinur dæmdustu "blaðamanna" sögunnar.
Leitt að þeir séu ekki með sjálfsofnæmi, gætu skrifað langar og tilfinningaríkar greinar um eigin skattsvik.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:59
Þótt skrifin um VG hafi verið óheppileg, þá skora ég á nýja stjórn Heimsýnar að reyna að fá Pál aftur til starfa. Hann hefur reynst samtökunum afar vel.
Sigurður Þorsteinsson, 11.12.2012 kl. 23:54
Sæll Páll; líka sem og aðrir gestir, þínir !
Allt; frá inngöngu Dala gufunnar, Ásmundar Einars Daðasonar í Heimssýn, hefi ég tortryggt Heimssýn - og hennar innviðu alla, og þókti mér nokkuð undarlegt, hér um árið, skömmu eftir kjör Dala pjakksins, í stól formanns ykkar, að fréttabréfið rafræna, sem ég hafði fengið sent, frá árunum 2003 - 2004, hætti skyndiklega, að berast mér.
Það; eitt og sér, að Ásmundur Einar, skuli vera innvinklaður í glæpaflokk Halldórs Ásgrímssonar, segir allt það, sem segja þarf, um þann dreng.
Þú Páll; stendur eftir sem áður, teinréttur eftir, fyrir óbjagað hlutverk þitt, í þágu þeirra, sem forða vilja landi og miðum og fólki og fénaði, frá þeirri firru, að tengjast Fjórða ríki skrifræðis Nazistanna (ESB), ágæti drengur.
Þó svo; hugmyndafræðilega, séum við ósamstíga, í ýmsum efnum, mun ég ætíð kunna þér beztu þakkir, fyrir fölskvalaust og skrumlaust starf þitt, gagnvart Evrópusambands yfirdrottnuninni, alla tíð.
Megi þér vel farnazt; um ókomna tíð.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 00:04
Það er mikilvægt að skiptast á skoðunum um forystu VG. Pólitísk endurfæðing hennar rétt fyrir kosningar væri til lítils, þótt það kunni að vera draumur þeirra sumra. Gangi þér allt í haginn, Páll. Þetta starf þitt varðar ekki öllu. Vonandi finnur Heimssýn á aðalfundinum aðferðir til að láta meira að sér kveða.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 00:51
Hvaðan koma peningarnir sem halda líftórunni í þessum aumu samtökum?
Þau eru farinn að minna á “outdated orthodoxy” Teboðshreyfingarinnar. “We want our country back!”
Það virðist frekar auðvelt að draga innbyggjara á asnaeyrunum. Það gerðu glæpónar útrásarinnar, sem og forseta ræfillinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 06:08
... afsögn prúðmennis?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 06:57
Maður getur líka alltaf gengið út frá því Haukur að asninn vill fara í hina áttina.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 08:48
Spurningar vakna eftir þessa uppákomu.
Sem félagi í Heimssýn vildi ég gjarnan fá að vita hvort stjórnmálaflokkar séu einnig félagar. Hef staðið í þeirri trú að félagsmenn séu einungis þúsundir einstaklinga sem fátt annað eiga sameiginlegt (pólitískt séð) en andstöðu við ESB aðild.
Sé VG félagi í Heimssýn get ég vel skilið að fjaðrir þess hafi verið ýfðar.
En ef málfrelsi Heimssýnar verður skert á þann hátt að ekki megi anda á ESB-sinna, hvar sem þá er að finna, þá sé ég ekki tilganginn með félaginu.
Kolbrún Hilmars, 12.12.2012 kl. 18:04
Nú verður sértrúarsöfnuðurin Heimsýn að fynna sér nýjan predikara sem boðar boðskapin gögn kölska.
The Critic, 13.12.2012 kl. 00:18
TC, ætli Heimssýn finni nokkurn sem þorir - eftir þetta?
Kolbrún Hilmars, 13.12.2012 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.