Mánudagur, 10. desember 2012
Samfylkingin urrar og VG verður að gjalti
Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar en stjórnar utanríkisstefnu Íslands vegna þess að VG sveik þann fimmtung þjóðarinnar sem álpaðist til að kjósa flokkinn við síðustu kosningar og taldi sig kjósa flokk sem vildi Ísland ekki inn í Evrópusambandið.
VG mælist með tíu prósent fylgi nú um stundir og er orðið jaðarflokkur sem við sérhverjar þingkosningar þarf að berjast fyrir því að falla ekki af þingi.
Svikin í ESB-málinu mun fylgja VG alla kosningabaráttuna af þeirri einföldu ástæðu að fullveldið ef ofar öllum pólitískum dægurflugum.
VG er óðum að verða búrtík Samfylkingar. Jón Bjarnason og Atli Gíslason, þingmenn VG, reyna að koma vitinu fyrir forystu flokksins. Þingsályktunartillaga þeirra félaga um að afturkalla ESB-umsóknina er eina haldreipi flokksins fyrir kosningar.
Enginn bilbugur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.