Vefverslun til að lækka vöruverð

Íslensk verslun blóðmjólkar viðskiptavini sína og þarf á aukinni samkeppni að halda. Nærtækasta leiðin er að auðvelda almenningi að kaupa í gegnum erlenda vefverslun.

Fjárfesting í verslunarhúsnæði hérlendis er fáránlega mikil sem sést best á Krepputorgi við Vesturlandsveg og Gjaldþrotaflöt við IKEA í Garðabæ.

Fákeppnin verður helst brotin niður með aukinni vefverslun.


mbl.is Segir raftækjaverð of hátt hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Há aðflutningsgjöld, skattar og gjaldfærsla umsýslugjalda eru bestu vinir íslenskrar verslunar. Prófaðu að kaupa 10 evru skólabók af Amazon í Frakklandi og hún kostar 13 evrur með flutningskostnaði. Á Íslandi borga verulega mun meira fyrir sömu vöru. Og þá erum við ekki farnir að tala um raftæki eða fatnað, sem Amazon selur líka.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 15:23

2 identicon

Verulega áhugavert samtal við þennan duglega  mann.

Ánægjulegt að sjá að ekki hefur tekist að leggja hann í duftið.

Ríkisstjórnin hlýtur að hafa hann í sigtinu.

Framtak og dugnaður eru tabú á Íslandi í dag.

Rósa (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 18:59

3 Smámynd: Elle_

Carlos, þetta er rangt.  Lestu aftur fréttina.  Maðurinn segir gjöld og skatta vera hagstæð í landinu.  Hann segir að heildsalar rukki of mikið og stjórni þannig verði og þessvegna hafi hann farið að flytja inn sjálfur.

Minni kaupmönnum hefur beinlínis verið ýtt út af markaðnum af stærri kaupmönnum og af völdum heildsala. 

Það er líka Íslandspóstur sem okrar hrikalega með umsýslugjöldum við opnun og skoðun fyrir Tollinn þó lægsta gjaldið séu tollar og vörugjöld.  Þú getur fengið uppl. um vörugjöldin frá Tollembættinu.  

Elle_, 8.12.2012 kl. 20:28

4 Smámynd: Gylfi Gylfason

Verslunarhúsnæði er ekki hannað fyrir raunverulegt einstaklingsframtak heldur keðjur.

Gylfi Gylfason, 8.12.2012 kl. 23:46

5 identicon

Ég keypti um daginn kvikmyndasafn á Amazon - komið í hendurnar á mér kostar það rétt undir 16þ. Sama safn fæst í Elko og Max, þar kostar það 35 - 36 þúsun. Þarna munnar ekki nema 20þ kr.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 01:20

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svona er að hafa innréttað land sitt þannig að 65 prósent þjóðarinnar búi á einum og sama bletti í sínu stóra landi og dekki sama vatn úr sama brunni.

Á Raufarhöfn er til sölu ódýrt húsnæði fyrir t.d. alþjóðlega póstverslun sem einnig gæti sent kostnaðar-aðframkomnum höfuðborgarbúum vörur á lægra verði í póstverslun. Lægri fastur kostnaður þýðir lægra vöruverð. Mikla einokun í dreifingarlið væri einnig hægt að rjúfa þannig.

En þetta þykir höfuðborgarbúum sem halda að byggðastefna þjóðríkis sé súrt kál í dós kannski ekki nógu fínt, því þá kæmi pakkinn ekki til þeirra ekki frá úttlöndum.

Það er grátlegt að horfa upp á svona aðframkomna sveitamennsku hjálparlausra höfuðborgarbúa sem steypa sig fasta niður í sama dýra svellið í hjarðarhegðun. 

Allir geta verslað á netinu. Og hafa alltaf getað það eins og þeir gátu úr prentuðum póstlistum.

Ég hef aldrei komið auga á markað þar sem aðilar markaðarins taka ekki allt það háa verð sem þeir geta fengið. Ef sá markaður er til þá hlýtur hann að vera mjög ófrjáls.

Já Gylfi. Keðjurnar eru banvænar, það er alveg hárrétt hjá þér. Þær drepa allt.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.12.2012 kl. 02:04

7 identicon

Full ESB aðild opnar fyrir frjálsa og gjaldalausa versun við alla seljendur í Evrópusambandinu.

Stormur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 14:46

8 Smámynd: The Critic

Með aðild að ESB væri hægt að panta vörur af Amazon.co.uk og fá þær sendar beint heim í póstkassan, í dag þarf að borga annað eins í toll og vörugjöld eins og varan kostaði, sem gerir það að verkum að hún er orðin 100% dýrari hingað komin en hún kostaði upprunalega. Það þarf ekki annað en fara inn á heimasíðu Elko í danmörku til að sjá að þar kosta raftækin helmingi minna en hér (elgiganten.dk). 
Hinsvegar virðist Páll og fleiri íslendingar vera mjög ánægðir með að borga helmingi hærra verð en aðrir fyrir vörurnar þar sem þeir berjast hatramlega fyrir því frelsi sem ESB aðild færir íslendingum í viðskiptum.  Þið hafið einnig ekki efni á því að kvarta yfir tollvörðum í Leifstöð sem gramsa í töskunum ykkar og rífa af ykkur osta og spægipylsur því þið viljið hafa þetta svona og viljið ekki breytingar.

The Critic, 9.12.2012 kl. 17:26

9 Smámynd: Elle_

Við kærum okkur ekki um og þurfum ekki Brussel-neitt til að geta pantað af vefnum.  Við gefum ekki upp fullveldið.  Þú ert svo að gera sömu mistök og Carlos með tollum og vörugjöldum eða kannski þú farir með þessar rangfærslur viljandi. 

Elle_, 9.12.2012 kl. 17:50

10 Smámynd: Snorri Hansson

ESB sinnar eru að verða uppiskroppa með röksemdir um kosti aðildar. Þeir reyna að blekkja með smáatriðum og sparðatíningi að hafa af okkur sjálft fullveldið.

Ég  versla mikið á eBay .com . Það er auðvitað ýmislegt sem maður þarf að læra með reynslunni ,eins og að velja þá seljendur sem eru með skikkanlegan sendingarkostnað og að sleppa ruslinu sem er innan um.

Gjöldin sem ég greiði eru bara „part of programet“ og ekkert tiltökumál og heildar sparnaðurinn  skemmtilega mikill.

Snorri Hansson, 10.12.2012 kl. 15:01

11 Smámynd: The Critic

Þetta fullveldis afsal er orðin  þunn og þreytt tugga. Væri kannski ágætt að fá smá útskýringu á því hvað fólk túlkar sem fullveldi. Er fullveldi það að fá lög og reglur send í pósti og hafa enga fulltrúa eða menn í þeim nefndum sem ákveða þær reglur sem við þurfum að fylgja?
Einnig er sú tugga að við getum afnumið tolla sjálf orðin dáldið þreytt,jú við getum það en við höfum enga tryggingu fyrir því að misgáfaðir stjórnmálamenn afnemi slíkt á einni nóttu eftir eigin geðþótta.

The Critic, 10.12.2012 kl. 20:18

12 Smámynd: Elle_

Orðið fullveldisafsal lýsir þessu bara eins og það væri við miðstýringu og yfirtöku Brussel yfir öllu. 

Svo langar mig líka að vita hvað það kemur þessu leiðindaBrusselsambandi ykkar við að tollmenn ´rífa af ykkur osta og spægipylsur´ í fríhöfninni.  Það eru ekki allir að fara í Brusselveldið,8% heimsins, þegar þeir fara til útlanda (og þangað langar mig alveg örugglega ekki neitt).  Hætta tollmenn þá að ´rífa af okkur osta og spægipylsur´ þegar við komum frá Bandaríkjunum, Kanada, Færeyjum, Japan, Nýja-Sjálandi og allra hinna landanna, ef við lyppumst undir Brusselvaldið? NEI.

Elle_, 11.12.2012 kl. 00:10

13 Smámynd: The Critic

Elle: Þú áttar þig kannski ekki á því að Ísland er í Evrópu og stór meirihluti fólks ferðast þangað en ekki til Nýja Sjálands eða Kína. Auk þess kemstu ekki til þeirra landa nema fara í gegnum annað land fyrst og þá lan oftast Bretland, þannig að já sleppur allavega við íslensku tollverðina.

The Critic, 11.12.2012 kl. 00:42

14 Smámynd: Elle_

Við erum nú mestmegnis í álfunni Ameríku, hitt er pólitískt að kalla okkur innan Evrópu.  Þú talar líka eins og hið rangnefnda Evrópusamband sé Evrópa en það er um 42% af álfunni Evrópu.  Við förum ekki í gegnum hið svokallaða Evrópusamband á leið til hins 58% og fjölda landa þar fyrir utan.  Hvað hefurðu fyrir þér um ´stóra meirihlutann´?  Vissir þú líka ekki að Bretar hafa lengi harðneitað að vera í Evrópu?

Elle_, 11.12.2012 kl. 19:22

15 Smámynd: Elle_

Það er kominn tími til að þið ESB-sinnar látið ekki eins og ESB-ið ykkar sé álfan Evrópa og nánast eins og 92% heimsins þar fyrir utan snúist um það.

Elle_, 11.12.2012 kl. 19:27

16 Smámynd: The Critic

Heimsýn er sértrúarsöfnuður og aðal predikarinn er Páll Vilhjálmsson. Þið eruð búin að gefa út ykkar eigin útgáfu af því hvernig heimurinn er, sú útgáfa er langt því frá hvernig aðrir túlka hana.

Ofsatækis trúarhópar hafa staðið fyrir stöðnum í mörgum löndum, trúarhópar eins og Heimsýn sem berst gegn frelsinu og vill áframhaldandi stöðnum og höft. Þið eruð búin að búa til ykkar eigin útgáfu af því hvernig hlutirnir eru og trúið því sjálf. T.d. er Elle búin að telja sjálfri sér trú um að Ísland sé mestmegnis í álfuni Ameríku, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri slíka þvælu frá Heimsýnar fólki, og það versta er að það trúir þessu svo innilega og aðrir meðlimir söfnuðarins taka þessu sem heilögum sannleika.

Heimsýn sér fyrir sér einhverskonar Utopiu þar sem ísland er drauma staður sem á í miklum viðskiptalegum samböndum við öll lönd nema Kölska sjálfan (ESB)

The Critic, 13.12.2012 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband