Árni Þór og Össur rótast í evru-ruslinu

Evru-svæðið er í henglum og Brussel vonast til að líma brotin saman með því að stórauka miðstýringuna á þeim 17 ríkjum sem eru svo óheppin að búa við evru.

Tilraunin sem núna stendur yfir er gerð af Þjóðverjum og Frökkum og getur aðeins endað á tvo vegu; með allsherjarklúðri eða að draumur tveggja lágvaxinna stórveldadraumóramanna frá síðustu og þarsíðustu öld, Hitlers og Napóleons, rætist um Stór-Evrópu.

Bretar, Danir, Svíar og Norðmenn afþakka hlutdeild í evru-órum meginlandsþjóðanna, að ekki sé talað um næstu nágranna okkar, Færeyinga og Grænlendinga.

En á alþingi Íslendinga sitja nokkrir þingmenn á svikráðum og vilja fyrir alla muni svæla okkur undir Brusselvaldið. Björn Bjarnason skrifar leiðara á Evrópuvaktina um síðustu tilburði þeirra Árna Þórs Sigurðssonar og Össurar Skarphéðinssonar til að halda lífi í glataðri ESB-umsókn.

Þráhyggja sértrúarhópsins sem kallast ESB-sinnar um að naga áfram þröskuldinn í Brussel, þrátt fyrir að ESB standi í ljósum logum, væri kátbrosleg ef ekki væri fyrir það að fullveldi Íslands er í húfi.


mbl.is Grikkir niður fyrir ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist ástandið vera bara ágætt innan flestra landa ESB, fyrir utan þessu spilltu þarna suður með Miðjarðarhafinu. Allur heimurinn er í sárum eins og við þekkjum hvað best hér heima, ESB er engin undantekning enda mikil hagræðing í gangi á því svæði (ólíkt því sem er að gerast hér heima).

Evran haggast ekki hænufet, annað en halda mætti af ykkur "einangrunarsinnum". Gjaldmiðillinn er nú ein besta mælistikan á heilbrigði hagkerfisins ekki satt? Hvernig líður haftarkrónunni aftur?

Munurinn á "ESB sinnum" og "einangrunarsinnum" er sá að ESB bloggin hér á Mbl leyfa komment (og taka við óhróðri einangrunarsinna) en ekki blogg hinna LÍÚ kostuðu ESB andstæðinga.

Hvað veldur t.d.því að Heimsksýn leyfir ekki athugasemdir?? Hvað skyldi nú leynast í reykfylltum bakherbergjum Heimsksýnar?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 15:13

2 identicon

Haha Jón Sigurðsson.

Þú ert greinilega frekar í heimskara lagi.

Gjaldmiðillin ein besta mælistikan á hagkerfi segir hann.

Miðað við það er déskoti fínt ástand í Japan.  Og enn betra á Íslandi fyrir hrun.

Það er víst satt og rétt að heilbrigð skynsemi er ekki öllum gefin.  "common sense is not that common".

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 15:23

3 identicon

Jonasgeir: Ha, Japan, með sitt 4,2% atvinnuleysi og sögulega sterkan og stöðugan gjaldmiðil líkt og evruna? Þú líkir aldrei þessum hagkerfum og gjaldmiðlum við "íslenska efnahagsundrið" sem var innistæðulaust með öllu frá upphafi til enda en þú trúðir íhaldinu og afturhaldinu (framsókn) fyrir að væri fullkomið.

Þú sannar það fornkveðna að það sé stundum betra að þegja og vera álitin heimskur en að tala og taka af allan vafa.En um leið held ég að þú sért dæmigerður ESB andstæðingur, óupplýstur og troðfullur af steypu sem Heimsksýn fær greitt frá LÍÚ fyrir að innrétta hausinn á þér með. :)

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 16:54

4 identicon

Málið er bara Jón Sigurðsson að það hjálpar þér lítið að gera lítið úr heilbrigðri skynsemi með því að hrópa LÍÚ.

Málið er því miður að þú ert eins og flestir kratar svo heimskir og ósjálfstæðir að þið sjáið ekki katastrófuna fyrr en hún hefur dottið í fésið á ykkur með allri skítalyktinni.

Íslenska "efnahagsundrið" þurfti að hrynja.  En það vissir þú ekki fyrr en það var hrunið en þykist samt mikið upplýstur. ..Hvað skrifuðu kratarnir ístjórnarsáttmála um að halda bankakerfisundrinu innanlands í hrunstjórninni?

Alveg eins og ESB er að hrynja með allri sinni elítu á toppnum og atvinnuleysi ungs fólks.

Alveg eins og Japan sem á heimsmet í opinberum skuldum sem vinnandi fólk getur ekki staðið undir.  Eins og það sé ekki nóg en svona að auki til að upplýsa óupplýstan;  Í Japan seljast fleiri bleyjur á fullorðna en börn.  

Samt er japanska yenið eins og þú segir mjög "sterkur" gjaldmiðill.

Steyptu það með þér.

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 18:20

5 identicon

Ljúfi Nonni Sig.!

 Þú forðast sem heitan eldinn að nefna íslensku fiskveiðilögsöguna.

 Er þér virkilega ekki kunnugt, að ekki einn heldur þrír framkvæmdastjórar ESB., hafa komið hingað til landsins, og sagt skýrt og greinilega, þannig að allir ættu að skilja: " Ef Ísland gengur í ESB., verður stjórn fiskveiða þjóðarinnar alfarð stjórnað af kommisserum í Brussel. Þið munuð þar hvergi ráða neinu". !

 Minni svo á, að á Evrópuþinginu eiga sæti 764 þingmenn. Ísland fengi 6 þingmenn eða 0,8% !

 Næsta sorglegt að þú sért alnafni þjóðhetjunnar, sverð Íslands og skjaldar !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 18:30

6 identicon

Kalli: Upplýstir vita það einnig að á Evrópuþingin sitja menn með evrópsku systurflokkum sínum og berjast fyrir þeim málefnum sem þar ber helst á góma, þvert á þjóðir.

Allar þjóðir sem hafa gerst aðilar að ESB samstarfinu hafa fengið svonefndar undanþágur á einn eða annan hátt, Svíar héldu í skógana sína osfrv. enda engin glóra í öðru ekki satt?

ESB samningurinn mun aldrei fela í sér að stjórnun fiskveiða, stærstu auðlindar þjóðarinnar, færist til Brussel, eitthvað sem LÍÚ veit mæta vel. Því miður eru til svona plebbar eins og þið sem kokgleypa alla vitleysuna frá áróðursmaskínu útgerðarinnar sem rær nú öllum árum að því að missa ekki tangarhaldið á íslensku krónunni, og þar með möguleikunum á að setja sig á rassgatið á tíu ára fresti og moka því yfir á almenning.

En mér sýnist þið bræður hér vera nokkur naskir við að kyssa vöndinn og fyrir vikið afar dapurlegir einstaklingar sjálfir og afkomendum ykkar til skammar.

Ignorantia beata est!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 19:41

7 Smámynd: Elle_

Jón.  Sammála Jonasgeir og Kalla Sveins.  Ykkur ESB-einangrunarsinnum er víst ekki viðbjargandi og óþarfi að rökræða við ykkur.  Þið skuluð bara róta áfram í ruslinu.

Elle_, 6.12.2012 kl. 20:37

8 Smámynd: Elle_

Svo ætla ég að benda þér á eina af rangfærslununum þínum að ofanverðu (15:13): Vinstrivaktin gegn ESB tekur við öllum commentum.

Elle_, 6.12.2012 kl. 22:20

9 identicon

Það er athyglisvert í athugsemdum hér að ofan um fiskveiðar að hvorugur hefur rétt fyrir sér. Líklegast stafar það af því að ESB sinnar eru tregir að leyfa umræður um hlutina.

ESB er að breyta fiskveiðikerfi sínu en eftir sem áður verður stefnumótunin frá Brussel og aflamarkið ákveðið þar. Hins vegar munu löndin sjálf sjá um eftirlit með veiðum og sinna rannsóknum. Þannig myndi Hafrannsóknarstofnun halda áfram starfi sínu ef af aðild yrði. Kvóti yrði framseljanlegur en bara innan fiskveiðilögsögu. Aukning yrði á vistfræðilegum rannsóknum.

Það sem eftir stendur - hver fær kvótann, hver úthlutar og á hvaða forsendum? Missa íslensk fiskiskip kvóta? Hversu hátt hlutfall fá skip frá öðrum löndum kvóta?

Sannleikurinn er sá að ESB sinnar neita að ræða þessi mál enda hef ég aldrei séð stafkrók um það.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband