Miðvikudagur, 5. desember 2012
Þór Saari: Sjálfstæðisflokkurinn er hryðjuverkaflokkur
Samtök eins og ETA eða IRA hafa pólitískan arm, viðskiptalífið á Íslandi hefur það líka, hann heitir Sjálfstæðisflokkurinn.
Ofanritað er haft eftir þingmanninum Þór Saari á Smugunni. ETA eru aðskilnaðarsamtök Baska og hafa stundað hryðjuverk málstað sínum til framdráttar. IRA eru/voru hryðjuverkasamtök á Norður-Írlandi.
Þór Saari er kunnur af orðum sínum um tilræðismenn og heldur áfram að ausa úr viskubrunni sínum þjóðinni til heilla enda maðurinn á launum við það.
Athugasemdir
Þór Saari er holdgerfingur móðursýki- og upphrópanastjórnmála eftirhrunstímans. Allt skal hann taka úr skynsamlegu og eðlilegu samhengi og búa til drama.
Augljóslega er til spilling á Íslandi eins og í öllum samfélögum mannanna á öllum tímum allstaðar á jörðinni. Jafn augljóslega þýðir það ekki að Ísland geti ekki verið í þeim hópi landa þar sem spilling er með minnsta móti.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 15:28
Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Hans fornvinur minn Haraldsson !
Þú ættir ekki; að viðhalda þeirri ósvinnu, að bera blak, af neinum glæpa flokkanna 4urra - enda; ógjörlegt, hverjum siðuðum manni.
Hins vegar; hefir Þór Saari, fyrrum spjallvinur minn, fyrir löngu gert sig sekan um vanrækzlu almanna hagsmuna - sem og stöllur hans, Birgitta og Margrét, með aumlegu sleifarlagi, í Djöfuls þinghúss kumbaldanum, syðra.
Þar í; eru þau lítt, að baki hinna 60, Hans minn.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 17:14
Er ekki hægt að taka undir þetta með Þór að hluta til?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2012 kl. 18:14
Ég mun ekki gleyma hverjir framlengdu líf núverandi ríkisstjórnar.
Vonir voru upphaflega bundnar við þessa 4 þingmenn Borgarahreyfingarinnar - en hvar eru þeir nú, og hvað hafa þeir afrekað?
Hef sagt það áður og segi enn; þeir tveir eftirlifandi afkvæmisins; Hreyfingarinnar, munu ekki reynast Dögun það skraut sem ætlað er.
Þar erum við Óskar Helgi sammála - eins og stundum áður.
Kolbrún Hilmars, 5.12.2012 kl. 19:02
Komið þið sæl; á ný !
Ásthildur Cesil !
Norðan; Vestan - sem og aðrir vindar, eru margfalt marktækari, en Þór Saari - og endalaust og innihaldslaust þvaðrið í honum, fornvinkona góð.
Ég hugði hann vera; mun stærri í sniðum, en á daginn kom, á sínum tíma.
Kolbrún !
Þakka þér fyrir; stuðning einarðlegan - Dögunar gamanið; er alls ekkert sannfærandi til árangurs; þó svo okkar mæta Ásthildur Cesil, kunni að vilja fylgja þeim eftir, enn; um stundir.
Með ekki síðri kveðjum; en hinum fyrri - og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 19:33
Þið eruð hógvær þykir mér. Sá fyrsti telur tengsl stjórnmála og viðskiptalífs á Íslandi "skynsamlegt og eðlilegt samhengi". Sá næsti vænir um vanrækslu en nefnir ekkert dæmi. Sú sem er á eftir Ásthildi horfir alvg framhjá hvernig við höfum greitt atkvæði um vantraust á ríkisstjórnina og síðan kemur sá næsti aftur með gífuryrta yfirlýsingu án dæmis. Við þessu er ekki nema eitt að segja. Iss!
Þór Saari (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 22:21
Komið þið sæl; enn sem fyrr !
Þór Saari !
Það má þó; segja þér til nokkurrs hróss, að þú gefir þér þó tóm til, að reyna að svara kárínum þeim - sem réttmætum aðfinnzlum, sem að ykkur 63 beinast.
Það er annað; en sagt verðu um hin 62, að minnsta kosti.
Þú kvartar undan dæmaleysu; af minni hálfu - ég hygg; að saga ferils ykkar, frá Vorinu 2009, eða 25. Apríl sama árs, ætti að nægja öllum þeim, sem hafa lágmark minnis hólfa í lagi, í höfðum sínum, Þór minn.
Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 22:30
Þór: Þú losnar seint við þann ávana að tjá þig um það sem þú hefur ekki skoðað almennilega eða skilið.
Það sem ég sagði var að þú takir allt úr skynsamlegu og eðlilegu samhengi (í þessu tilviki þá staðreynd að spilling er til staðar á Íslandi) en ekki að tengsl stjórnmála og viðskiptalífs væru skynsamlegt og eðlilegt samhengi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 22:57
Það vantar heiðarlega, óflokkaða, kjarkmikla og opna umræðu um raunveruleikann.
Þeir fáu sem hafa tekið þá nauðsynlegu og óvinsælu stefnu í umræðunni, að tala hreint út um raunveruleikann, eru rakkaðir niður af flestum fjölmiðlum, og einnig á hinu "virðulega og háttvirta" alþingi.
Þeir sem vinna að ríkisstjórnar og fjölmiðla-spillingu fá sína réttlátu dóma í sögubókum framtíðarinnar. Hitler taldi sig vera verkfæri réttlætis, en sagan segir okkur annað.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2012 kl. 23:06
Ja svo mörg voru þau orðin her ! eina ósk á eg mer ..að sja allt þetta blessað fólk koma ser burtu af Austurvelli og úr Alþingishusinu ....þvi það má svo sannarlega segja eins og kallinn forðu ...".þar lygur hver meira en hann mygur " og eg held fáa þvi undanskylda ? og eg get ekki trúað að nokkur hafi hvorki lyst, löngun eða traust til að kjósa þetta fólk að vori ?...Eg trúi ekki að svo siðblint se samfelagið i raun .......Utanþingsstjórn ...þangað til fólk fær áttað sig á ny og veit hvert það vill stefna landi sinu og þess hagsmunum ...það er of mikið búið að ganga á og ´atök útaf mörgum stórum málum sem fullkomið ábyrgðarleysi væri einu sinni enn að reyna knýja fram eins og málin standa og myndi aðeins bæta gráu ofaná svart ....Við höfum ekki efni á svoleiðis syndarmennsku" showbussines " meir !!
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 00:00
Sæll vertu Páll
Hvernig stendur á því að þetta skandinavíska eftirnafn Þórs er ekki borið fram upp á skandinavískan máta?
Í útvarpinu segja þeir alltaf Þór Saaaaaaa...ri.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.