Föstudagur, 30. nóvember 2012
Faglegur og pólitískur dauði stjórnarskrármálsins
Stjórnarskrármálið sem Jóhanna Sigurðardóttir keyrir áfram af hörku mætir andstöðu innan Samfylkingarinnar. Kristrún Heimisdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir koma opinberlega fram og andmæla málsmeðferðinni og innihaldi frumvarpsins.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, sem ekki er þekktur fyrir að andmæla kyndugri stjórnsýslu Jóhönnu Sig., segir eðlilega umræðu ekki hafa farið fram um stjórnarskrána.
Björg Thorarensen lagaprófessor segir ekki hægt að skrifa vandaða umsögn á þeim tíma sem skamma tíma sem veittur er vegna flumbrugangs Jóhönnu og félaga hennar á þingi.
Stjórnarskrármálið er dautt. Eina spurningin er hver fær heiðurinn af því að hafa stútað málinu.
Prófessor undrast vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alfa og Omega þessa máls er Jóhanna Sigurðardottir og við látum henni eftir allan heiðurinn.
Ragnhildur Kolka, 30.11.2012 kl. 14:06
Lokasprettur þessa óhæfa stjórnmálaleiðtoga ætlar að verða hrikalegur.
Þjóðin telur niður dagana þar til hún losnar við forsætisráðherrann.
Ömurlegur endir á ævistarfinu.
Karl (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 14:43
Held að þið séuð orðin nokkru svona sértrúarhópur hér. Sameinist í hatri á Jóhönnu og ESB og í því stríði er leyfilegt að kalla menn öllum illum nöfnum, gera lítið úr fólki og ljúga svona hressilega upp á fólki allskyns óhróðir. En okkur hinum til hugarhægðar þá eru þið eins og aðrir sértrúasöfnuðir að lenda út á kannti í umræðunni. Allt í lagi að vera á móti ESB og Samfylkingu og fylgja Framsókn og Sjálfstæðisflokk en ef að fólk ætlar ekki að skrifa sig smátt og smátt út úr umræðunni þá held ég að menn ættu nú aðeins að hætta að bulla. Bendi t.d. á að það var framsókn sem krafiðsti þess þegar þeir studdu minnihlutastjórnina að þetta mál færi í þetta ferli enda í samræmi við kosningarloforð framsóknar fyrir síðustu kosningar þar sem þeir vildu sjórnlagþing og nýja endurtek nýja nútímavædda stjórnarskrá. Lögfræðingar og stjórnmálafræðingar eru búnir að hafa um 70 ár til að kynna sér gömlu stjórnarskránna. Um 1 og hálft ár síðan að drög að þeirri nýju lágu fyrir og ef þeir hafa ekki lesið drögin og geta komið með athugsemdir á 20 dögum þá hafa þeir bara ekkert verið að vinna vinnu sína t.d. kennslu sinni í HÍ.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2012 kl. 16:23
147 heilir og langir dagar eftir af þessum ofsatrúarflokki Jóhönnu.
Elle_, 30.11.2012 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.