Fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Bankar búa til peninga
Íslandsbanki sýnir hagnað upp á 16,2 milljarða króna. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram
Frá stofnun bankans hafa um 19.300 einstaklingar og um 3.340 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 420 milljörðum króna.
Íslandsbanki hefur sem sagt frá stofnun 2008, fyrir fjórum árum, afskrifað 420 milljarða króna og er alls ekki gjaldþrota heldur sýnir hagnað upp á 16,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins.
Enginn rekstur, nema bankarekstur, gæti sýnt svona tölur. Bankar hreinlega búa til peninga.
Þessi framleiðsla á peningum ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera í þágu eigenda bankanna - nema þjóðin sé eigandinn.
Hagnaður Íslandsbanka 16,2 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega innihaldslaus hagnaður.
Þessi loftbóla mun springa og bankarnir hrynja aftur.
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að hefta bankana.
Hér má ekki einu sinni skilja á milli smásölubanka og fjárfestingabanka.
Nákvæmlega ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir annað hrun.
Samt eru liðin fjögur ár!
Nú er verið að hlaða í nýtt hrun með loftbólubönkunum.
Aðgerðaleysi þessa óhæfa liðs sem nú ræður landinu á eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt.
Karl (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 11:22
Sæll Páll, ég hef verið mjög undrandi á bókhaldi bankanna og það sérstaklega mikið eftir hrun, hins vegar þá er ég MARGFALT meira hissa á fjölmiðlum að benda ekki á og fjalla meira um bókhald og uppbyggingu stóru bankanna ásamt því að rannsaka hverjir eigi þá og hvort þeir fylgi þeim reiknireglum sem þeir eiga að gera og svo framvegis og framvegis. Það er nákvæmlega sama hvernig fjölmiðlamönnum er bent á hinar og þessar rangfærslur í bókhaldi bankanna og hvernig áhættustýringu þeirra er háttað, það er bara sagt já og amen. Ég spyr þig nú Páll Vilhjálmsson blaðamaður, finnst þér ekki að fjölmiðlafólk þurfi fyrst að vakna svo þeir geti vakið aðra?
valli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 17:20
Sæll.
Nú veit ég ekki hversu mikið er í reynd á bak við þessar tölur en séu þær einungis hálfsannar þýðir þetta að hérlendis vantar fleiri aðila á bankamarkað. Þar sem hagnaður er mikill vantar samkeppni.
Hér vantar samkeppni, ekki bara á bankamarkaði heldur víða annars staðar. Einfalda þarf og fella úr gildi fullt af reglum, leggja niður opinberar stofnanir og lækka skatta.
Sagan sýnir okkur greinilega að mestu lífskjarabæturnar fást með kapítalisma. Hann hefur ekki verið praktíseraður ómengaður áratugum saman í heiminum :-(
Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.