Samfylkingin er efnahagsvandamál

Árni Páll talar niður krónuna og flokkssystir hans, Katrín Júlíusdóttir, fór með sömu rulluna fyrir erlenda fjölmiðla þegar hún nýorðin fjármálaráðherra.

Samfylkingarþingmaðurinn Sigríður Ingibjörg veldur uppnámi í Kauphöllinni með gáleysislegum ummælum um ríkisábyrgð á Íbúðarlánasjóði.

Samfylkingin er efnahagsvandamál út af fyrir sig. Ólíkt öðrum efnahagsvandamálum getum við kosið þennan tiltekna efnahagsvanda í burt.  


mbl.is „Sérstakur liður í efnahagsvandanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara óhæft fólk heldur beinlínis heimskt í þokkabót.

Rusl. 

Karl (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 15:48

2 identicon

Jamm. Hún benti reyndar bara á að keisarinn er alsber en ok, það þarf víst að gæta orða sinna og vissulega er hægt að tala niður gjaldmiðla og hræra í  hlutabréfavísitölum með orðunum einum saman.

Tíðindi dagsins eru hins vegar greining IFS á stöðu sjóðsins.  Hún er skuggaleg ef ég hef skilið töfluna sem fylgdi frétt mbl um málið rétt.  Yfirveðsetning nemur samkvæmt þeim gögnum 80 milljörðum umfram veðandlag sem samkvæmt hefðbundnum bankaviðmiðum er væntanlega einskis virði.  Þá virðast aðrir ca. 80 milljarðar af kröfum sjóðsins vera á veðrýminu 80-100% sem er trúlega rusl samkvæmt bankafræðum.

Það ætti svo að vera aðdáendum verðtryggingar nokkuð umhugsunnarefni að Íbúðalánasjóður er gjaldþrota vegna verðtryggingar, þ.e.a.s. að skuldir sjóðsins hafa vegna sjálfvirkrar vísitölutengingar vaxið langt umfram virði undirliggjandi veða.

Seiken (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 16:08

3 identicon

Alltaf er að koma betur og betur í ljós þau, hrikalegu mistök að vísitalan hafi ekki verið tekin úr sambandi strax eftir Hrun, ef það hefði verið gert væri þessi vandi Íbúðalánasjós ekki fyrir hendi.

Síðan voru sömuleiðis mikil mistök að sjóðurinn byrjaði á að lána byggingarfyrirtækjum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 18:34

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gæti krónan ekki verið vandamálið. Ef að einstaka menn geta talað hana niður eða upp þá er nú hægt að segja að ekki megi hnerra á hana. Og ef ekki má tala um vandamál Íbúðalánasjóðs, hvernig á að laga vandamálin? Á bara að hafa þetta eins og 2008 að við bara höldum að allt sé í lagi þar til að næst þegar einhver mætir í sjónvarp og biður Guð að blessa Ísland því krónan sé hrunin, eða íbúðalánasjóður sé hrunin?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús.það er fullt tilefni til að biðja guð að blessa Ísland með þetta fólk í brúnni,augu Geirs opnuðust of seint,nú sjá allir landsmenn það.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2012 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gæti krónan ekki verið vandamálið.

Krónan lenti ekki vanda nema vegna athafna fjármálafyrirtækja.

Þarna er eitt sem byggir viðskiptamódel sitt að fullu á verðtryggingu.

Nú er það tæknilega gjaldþrota, beinlínis vegna verðtryggingar.

Ef það veldur efnahagsvanda, þá er hann af völdum verðtryggingar.

Við skulum hafa á hreinu að "krónan" bjó ekki til verðtryggingu.

Það var Alþingi sem færði hana í lög, og sem getur aflagt hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2012 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband