Hanna Birna formaður, Brynjar varaformaður

Sjálfstæðisflokkurinn getur náð vopnum sínum, ef marka má fyrstu tölur í í prófkjörinu í Reykjavík. Til viðbótar verður Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í öðru sæti í NV-kjördæmi.

Tíðindin batna kannski enn með næstu tölum, svo að það er best að segja ekki meira í bili.

Gott getur batnað.


mbl.is Hanna Birna með 76% í 1. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vínberjadrengurinn hans Davíðs ætlar að hafa þetta

þór (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gulli þarf góða kosningu. Gjörspilltir sjallar (hinir eru allflestir vel spilltir en ná ekki stjarnfræðilegum hæðum Gulla í þeim efnum) þurfa sinn talsmann á þingi :-)

Guðmundur Pétursson, 24.11.2012 kl. 20:19

3 identicon

Ég held, að Hanna Birna mundi valda miklum vonbrigðum, ef hún féllist á að verða varaformaður Bjarna Benediktssonar.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 20:29

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég er sammála því. En hún mundi lika valda miklum vonbrigðum sem formaður.

Guðmundur Pétursson, 24.11.2012 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Samkvæmt Guðmundi Péturssyni og Sigurði hér að ofan, þá mun Hanna Birna valda þeim vonbrigðum, hvar sem hún ber niður í sínu stjórnmálastarfi.

Ekki er þetta beint bjartsýnistal.

Vilja þeir ekki að stjórnmálin færist til betri vegar?

Að Hanna Birna sem hefur gert svona góða hluti í Borgarstjórn Reykjavíkur, komi nú í landsmálin með miklu betra vinnulag, heldur en áður hefur verið viðhaft.

Hvernig væri nú að hugsa allt upp á nýtt og gleðjast yfir því að jákvæðar breytingar eru í farvatninu.

Hið gamla sé liðið undir lok og nýjir tímar taki við með nýju kjörtímabili. Það vona ég allavega og margir fleiri.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 24.11.2012 kl. 22:42

6 identicon

 Hvað er merkilegt við skrifin hjá vefsíðu eiganda ?

 Hann er skrifa sem sannur flokksmaður, það vitað það ef til vill ekki allir að síðu eigandinn hefur flaggað undir fölsku flaggi í mörg ár !

Já, er það ekki gott að formaður eigendafélags bænda komast á þing ?  Geti sagt stoltur frá því að hann geti ekki selt afurðir sínar, vegna þess að  það sé svo mikið eitur í afurðunum vegna útblásturs frá verksmiðjunumvið Hvalfjörðinn !

JR (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 22:46

7 identicon

Hvað hefur Hanna Birna afrekað annað en að vera örlítið minna þekkt fyrir spillingu en aðrir samflokksmenn hennar.

Var hún ekki á kafi í REI ruglinu, og var hún ekki alveg orðlaus af hneykslun ef einhver reyndi að minnast á skuldavanda orkuveitunnar fyrir síðustu sveitastjórnakosningar?

Hún kannaðist bara ekki við neinn vanda þar?

Þetta er allt sami niðurgangurinn í þessum fjórflokki og dótturfélagi þeirra í bjartri framtíð.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 23:25

8 identicon

ja ,það gæti farið svo ,,,en eg vil ekki vera svartsyn en Hanna Birna er ekki óskastjarna Sjálfstæðismanna !.....og mig grunar að fl. er mig .. finni hana halla undir Samfylkinguna og muni i vilja hana frekar i samstarf  en Framsókn að vori ...en við sjaum til  .....eg var sögð ljúga þvi fyrir 4 árum þegar eg sagði að Hanna Birna færi i framboð fyrir landsmálin núna ...við skulum vona að eg ljúgi þessu lika :(

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 23:26

9 identicon

Farðu nú í háttinn, Sigurður Alfreð minn góður. Orð mín eru svo auðskilin, að ég nenni ekki að skýra þau út. En þér hefur einhvern veginn heppnast að rangfæra þau. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 01:38

10 identicon

Þetta lítur ekki illa út.  Svo að segja engin endurnýjun og lítil þátttaka í þeim prófkjörum sem hafa verið haldin fram að þessu. Fjórflokkurinn veðjar á að meira af því sama sé líklegt til þess að ná trausti þingsins upp í 10%.

Það er búið að standsetja sviðið fyrir nýju framboðin. Ef þeim tekst að raða saman trúverðugum listum þá verður hægt að "Gnarra" þingið.

Seiken (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband