Föstudagur, 23. nóvember 2012
Neytendasamtökin deild í Samfylkingunni
Neytendasamtökin hafa í frammi áróður í þágu tapaðs málstaðar Samfylkingarinnar um að Ísland skuli verða aðili að Evrópusambandinu.
,,Fréttaflutningur" Neytendasamtakanna, sem Morgunblaðið sagði frá, er tilraun til að afbaka umræðuna og þá hagsmuni sem eru í húfi.
Neytendasamtökin eru eins og hver önnur áróðursdeild Samfylkingar.
Óþolandi að trúnaður sé rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Ef neytendasamtökin vilja standa undir nafni þurfa þau að beita sér fyrir auknu frelsi og markaðsvæðingu. Af hverju eru þau ekki að berjast fyrir lækkun skatta, einföldun reglna og niðurfellingu tolla á vörum sama hvaðan þær koma?
Þegar samtök sem eiga að heita samtök þvert á stjórnmálaskoðanir verða að málpípum einstakra manna er það auðvitað ekki ókeypis. Mér t.d. dettur ekki í hug að hlusta á ASÍ lengur - Gylfi er búinn að fara algerlega með trúverðugleika þeirra samtaka í svaðið - svo ekki sé nú minnst á sinn eigin.
Helgi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:27
Ég hef ákveðið að segja mig úr þessum samtökum, þar sem ég treysti þeim ekki til að gæta hagsmuna okkar í þýðingarmesta máli landsins landbúnaðinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 13:43
Til að bæta hag neytenda/landsmanna kemur aðeins tvennt til greina:
1. Lækka vöruverð í landinu. Það kallar m.a. á frjálsan innflutning landbúnaðarvara.
2. Lækka skatta og aðrar opinberar álögur.
Launahækkanir eins og menn eins og Gylfi Arnbjörnsson eru nú að heimta kalla bara fram frekari hækkanir á opinberri þjónustu og stóraukna verðbólgu.
Sem fer svo beint inn í húsnæðislánin m.a.
Launahækkanir og verðbólga bæta ekki kjör landsmanna.
Það verður aðeins gert með mikilli lækkun matarverðs í landinu og lækkun skatta.
Rósa (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:46
Málið er að það er ekkert sjálfgefið þó verði leyfður innflutningur á matvælum að þau lækki. ´Sú varð ekki raunin á Spáni og fleiri löndum þar sem allt hækkaði eftir upptöku evru og inngöngu í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 13:52
Aukið frjálsræði á sviði landbúnaðar og fleirum í þeim tilgangi að lækka vöruverð og bæta kjör almennings þar með er í höndum Íslendinga sjálfra.
Kemur ESB og evru ekkert við.
Rósa (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 14:15
Hrávörur (staples) eru jafnmikilvægur neysluvarningur og landbúnaðarvörur.
Það er ekki svo einfalt að lækka hrávörur í verði; því einmitt í þeim geira grasserar spákaupmennskan. Hveiti, sykur, salt, kaffi, krydd - svo eitthvað sé nefnt.
Landbúnaður er líka háður slíkum vörum, sbr. innflutt fóður og áburð. Enda eru landbúnaðarvörur víða um lönd stórlega niðurgreiddar. Almenningur gerir sér því ekki grein fyrir raunvirði niðurgreiddra landbúnaðarvara en hann greiðir samt alltaf mismuninn til raunvirðis með sköttum sínum.
Reyndar yrði fróðlegt að sjá vöruverðið hérlendis ef landbúnaðarvörur yrðu almennt innfluttar. Við getum ekki búist við því að t.d. danskir myndu sætta sig við að niðurgreiða sína framleiðslu til Íslandsútflutnings, auk eigin neyslu.
Og svo bætist við flutningskostnaðurinn...
Kolbrún Hilmars, 23.11.2012 kl. 14:26
Væri ekki frekar ráð að Neytendasamstökin færu að starfa eftir ályktunum landsfundar síns og byrja að beita sér af krafti gegn verðtryggingunni?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2012 kl. 14:58
http://evropuvaktin.is/frettir/26181/
það voru víst aðrar hagsmunahórur sem snitchuðu. Hún heitir Evrópuvaktin. Lifi tollar á innflutning.
Merkel (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 15:13
Talandi um að flytja inn landbúnaðarvörur, eigum við gjaldeyri til þess og er búið að finn störf fyrir bændur og þá sem vinna í úrvinnslunni, held ekki
bibbi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 18:14
Það þarf að hagræða í landbúnaði, það þarf að minnka innkomu sláturleyfishafa og gera bændum greiðara að hafa heimaslátrun og geta selt sínar afurðir á mörkuðum og beint frá búi. Sláturleyfishafar eru að mínu mati á pari við L.Í.Ú. aðilar sem geta haft óeðlileg áhrif á þá sem hafa með málin að gera í grunnþjónustunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 18:19
Mörður fáviti sá til þess að þú getur nú kannað hvort Neytendasamtökin séu skráð í Samfylkinguna. Þessi slóð hefur farið víða, með Samfó í Reykjavík en Mörður var með ólæst kosnignakerfi:
http://pastehtml.com/view/cjc8w74oj.txt
Jón Hannsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.