5% stýrivextir við 4,5% verðbólgu; má ekki vera minna

Ef Íslendingar eiga að læra að fara með peninga verða peningarnir að halda verðgildi sínu. Og það gerist aðeins með því að vextir haldist hærri en verðbólga - annars brenna peningarnir og skuldaselirnir fá umbun.

Verðbólguspá Seðlabanka gerir ráð fyrir 4,5% verðbólgu og við það ættu vextir að vera 6 til 6,5%. Með því að halda þeim í 5% er Seðlabankinn að gefa eftir í baráttunni við bandalag sjálfhverju kynslóðarinnar og Samtaka atvinnulífsins (sem ganga undir réttnefninu Samtök afneitara).

Seðlabankinn verður að grípa strax í taumana í desember ef minnsta hætta er á verðbólgufyllerí vegna jólanna.


mbl.is Stýrivextir hækka um 0,25 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þessi öfugmæli eru brandari dagsins, held ég.

Hér hefur verið rekin hávaxtastefna undanfarin ár, bæði fyrir og eftir hrun. Telurðu virkilega að íslenska krónan hafi haldið verðgildi sínu á sama tíma hjá almenningi? Þrátt fyrir himinháa vexti, og þvert á móti sumpart vegna þess arna, hefur kaupmáttur almennings rýrnað mikið og eignir hafa brunnið upp vegna verðtryggingar lána og hárra nafnvaxta í ofanálag. Stór hópur lántakenda/skuldara, bæði heimili og fyrirtæki, eru á vonarvöl vegna þessarar þróunar og ástandsins sem hún hefur skapað. Á sama tíma hafa fjármagnseigendur og lánveitendur bókað hjá sér uppskrúfaðar verðbætur vegna hinna háu vaxta og verðtryggingar. Þú skírskotar til hugtaksins "syndasela", Páll, en væri ekki nær að leita þeirra í hópi þeirra sem framkvæma og njóta góðs af þessari siðblindu stefnu sem er að rústa efnahag lántakenda.

Kristinn Snævar Jónsson, 14.11.2012 kl. 15:13

2 identicon

Þetta er hagfræði fyrir sauðfé.

Vöxtum er fyrst og fremst haldið uppi til þess að reyna að halda erlendum áhættufjárfestum góðum fyrir aftan gjaldeyrishöftin.  Geri ráð fyrir það hafi verið eitt af skilyrðunum sem ESB þótti æskilegt að við uppfylltum áður en við fengjum að ganga í sambandið (samanber símatal á milli Barroso og Geirs H. þar sem sá fyrrnefndi kom fram óskum um að farið yrði vel með evrópska kröfuhafa eftir hrun). Þessi hávaxtastefna gerir það að verkum að erfiðara og erfiðara verður með hverjum deginum að losa höftin.

Þú ert með öðrum orðum fyrst og fremst að leggja ESB málstaðnum lið með þessum pistli.  Fyrr hélt ég að það frysi í helvíti en að síðuhöfundur yrði ESB sinni.  En svo bregðast krosstré sem önnur tré.   

Seiken (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 16:26

3 identicon

Vísitala kaupmáttar launa hefur farið hækkandi ef frá er talið lok árs 2008 og byrjun árs 2009. Kaupmáttur er samkvæmt því nú svipaður og var í árslok 2005. Á bóluárunum 2006 og 2007 var kaupmáttur óeðlilega hár og aldrei innstæða fyrir honum.

Stefán (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 17:44

4 identicon

Sæll.

Seðlabankann á að leggja niður, menn þar á bæ eiga ekki að verðleggja lánsfé frekar en buxur eða bíla. Vaxtaákvarðanir SÍ hafa ekki reynst vel og eru auðvitað dæmi um slæm opinber afskipti sem allir súpa seyðið af. Haustið 2008 og byrjun árs 2009 kenndu allir krónunni um mistök SÍ. Seðlabankamenn vita ekki nokkurn skapaðan hlut betur en markaðurinn. Í Icesave deilunni sáu við líka að þeir voru ekki hlutlausir. Dýrt og lélegt ríkisbatterí á að leggja niður og nota féð í eitthvað annað.

Hér gráta menn á öxlum hvers annars út af verðtryggingunni. Verðtrygging verður sjálfsagt alltaf til staðar ef menn ætla sér að fá lánað þó mismunandi sé hvað hún heiti.

Hvers vegna spyr enginn hver ávöxtunarkrafa íslensku bankanna er samanborið við það sem gerist t.d. í USA, Evrópu eða Asíu? Hér vantar samkeppni á bankamarkað, samkeppni og frelsi munu sjálfkrafa leysa þennan vanda. Einfalda þarf reglur og fella úr gildi sumar svo erlendir bankar sjái sér hag í að bjóða í íslensk viðskipti.

Seðlabankamenn ætti líka að spyrja að því hver borgi fyrir þeirra vaxtaákvarðanir.

Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband