Samfylking skilur VG eftir á vinstri-eyðimörkinni

Virkjunarsinnar sigra í prófkjöri Samfylkingar í Norð-austurkjördæmi og Árni Páll er líklegastur til að verða formaður Samfylkingar. Hægrisnúningur Samfylkingar er yfirvofandi og það felur í sér nálgun við Sjálfstæðisflokkinn og viðskilnað við VG.

VG á engin tök að láta krók koma á móti samfylkingarbragði. Til þess er kreddufestan of mikil og risið á forystunni of lágt.

Undir forystu Steingríms J. er VG á leiðinni í pólitíska eyðimerkurgöngu og mun ekki eiga afturkvæmt þaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG er ónýtt vörumerki.

Þjóðin bíður þess að formaðurinn dragi sig í hlé.

Þessi flokkur á sér ekki viðreisnar von.

Karl (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þessi greining Páls er í aðalatriðum rétt. Íslenskir vinstriróttæklingar munu væntanlega finna kröftum sínum annan farveg, en innan Vg. Flokkurinn er trúlega að daga uppi.

Gústaf Níelsson, 12.11.2012 kl. 21:22

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það gildir ekki bara um VG, heldur alla flokka, að það kýs engin heiðarleg hugsandi persóna, flokk sem hefur svikið öll sín kosninga-blekkinga-loforð!

Það ætti að vera augljóst, að mínu mati.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2012 kl. 23:47

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vonandi að Sjálfstæðisflokkurinn láti ekki blekkjast aftur af fagurgala kratanna. Síðasta samstarf þeirra fór ekki vel og endirinn ljótur. Þar sýndi Samfylkingin sitt rétta eðli.

Það ætti að duga hverjum stjórnmálaflokki eitt ár í samstarfi við kratana, af hverjum eitt hundrað.

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2012 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband