Hafnarfjarðarkrötum úthýst úr Samfylkingunni

Samfylkingin á möguleika á tveim, kannski þrem þingsætum í Kraganum við næstu kosningar. Enginn hafnarfjarðarkrati mun sitja þau sæti.

Kópavogsbúarnir Árni Páll og Katrín Júl. skipa fyrstu tvö sætin og Magnús Schram það þriðja en hann fer aðeins í gegnum Hafnarfjörðinn á leið sinni til Brussel.

Frá gamalli tíð voru kratar í Hafnarfirði tenging Alþýðuflokksins við atvinnulífið. Útgerð og fiskvinnsla lögðu grunninn að vexti bæjarins. Að því leyti sem núverandi forysta krata í Kraganum er í sambandi við atvinnulífið er það á forsendum fjármálafyrirtækja, sem eru fremur útungunarstöð hrunverja en undirstöðuatvinnuvegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er Bleik brugðið; Hafnarfjörður var fyrrum kallaður kratabærinn en Kópavogur kommabærinn.  Hvað má lesa úr þessum prófkjörsvali?

Kolbrún Hilmars, 12.11.2012 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband