Vægi Evrópu minnkar

Næst mest lesna fréttin á netsvæði þýsku útgáfunnar Die Welt er spá OECD  um að Þýskaland tapi stöðu sinni sem efnahagsveldi, falli úr fimmta sæti í tíunda sæti næstu áratugina. Þjóðverjar eru meðvitaðir um stöðu sína í heiminum.

Veigamikil röksemd Þjóðverja fyrir aðild að Evrópusambandinu er gömlu Evrópuríkin verði að standa saman til að tapa ekki áhrifum sínum á alþjóðavísu. En þrátt fyrir ESB tapar Evrópa stöðu sinn, bæði í samanburði við nýveldi og Bandaríkin. Evrópa eldist hraðar en aðrar heimsálfur og þótt iðnaður og tækni standi á traustum grunni standa asísk ríki jafnfætis þar og ríki eins og Brasilía, Indónesía, Indland og Mexíkó  vinna sig jafnt og þétt upp OECD listann.

Evrópusambandið fær æ meira á sig kreppu-svipmót þar sem gömlu nýlenduríkin berjast um hæl og hnakka til að halda stöðu sinni á alþjóðavísu. 


mbl.is Viðræður um fjárlög ESB í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópa er eitt besta dæmi samtímasögunnar um að því fleiri bírókratar og aðrir kratar sem vinna í sérréttindaumhverfi, því verra fyrir alla sem undir sitja.

Er og verður eitt besta dæmið vonandi.

Og þar er lífsspursmál fyrir litla þjóð að hún horfi á og læri í stað þess að vera sturtað niður með ruglinu.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 19:06

2 identicon

Sagan verður endurskrifuð í framtíðinni, og ef ykkur finnst ekki sérlega vel talað um Breta og Þjóðverja í dag, .....bíðið bara og sjáið söguna sem fórnarlömbin munu skrifa þegar þau hafa yfirhöndina, sem gerist mjög fljótt. Þetta verða heimsins óvinsælustu þjóðir og leppríki þeirra innan ríkjabandalaga munu falla í skuggann með þeim. Litið mun á þau sem ófriðarseggi sem hafi verið dragbýtur á sögu þróunnar mannkynsins, og það er bara alveg rétt.....

9 (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 20:23

3 identicon

Algjörlega rétt hjá þér Páll.

Vægi Evrópu minnkar, meðan vægi Bændasamtakanna vex.

Jóhann (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband