Samfylkingarland og Gnarrborg

Á sérstöku leyndarþingi Samfylkingar og Besta flokksins var ákveðið að breyta nafni Íslands í Samfylkingarland og höfuðborgin heiti hér eftir Gnarrborg.

Til að fá lýðræðislegt lögmæti á þessa ákvörðun leyndarþingsins verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem eftirfarandi spurning verður lögð fyrir lýðinn:

Vilt þú að það verði gott veður á Íslandi og íbúarnir njóti langlífis og hagsældar um alla framtíð og skipti jafnframt út núverandi nafni á landi og höfuðborg til að tengjast sterkari böndum stærsta stjórnmálaflokknum og vinsælasta borgarstjóranum?

Já eða nei.


mbl.is Ísland sagt íhuga nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Búinn að læra stílinn! Úh hvað Samfylkingin er fyrirséð,enda allar fyrirætlanir ráðamanna,eins og Össurar,reknar upp í görnina á honum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2012 kl. 16:36

2 identicon

Þú virðist vera með einhvers konar Samfylkingarþráhyggju. Minnir á fólk með ofsóknaræði. Alls staðar er Samfylkingin að verki.

Alexander (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 16:52

3 identicon

Þetta er svo aulaleg grein, sérstaklega komandi frá "blaðamanni"

Einar (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 17:04

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Páll minn, þér lætur sennilega margt betur en að slá á létta strengi.

En ekki gefast upp....

hilmar jónsson, 7.11.2012 kl. 17:12

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Páll minn, með spurningunni verður ekki tveir valmöguleika (Já  eða  Nei) heldur einn, Já/nei eins og á sumum stjórnlagaþingsspurningunum

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.11.2012 kl. 17:28

7 identicon

Mér detta ýmis ný nöfn í hug á þessu landi, engin af þeim falleg, en öll mjög viðeigandi.

Pétur (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 20:04

8 identicon

Samfylking er jú bara æðisleg.  Æðisleg í hruni.  Æðisleg núna.  Æðisleg með Gnarri.

Æðislegaland?

Æðisleg í innantómu hjali.  Það er samfylking.

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband