Þriðjudagur, 6. nóvember 2012
Leyndarhyggja viðræðusinna
Tilraunir ríkisstjórnarflokkanna að halda lífinu í aðildarviðræðunum eru fólgnar í því að leyna almenning samningsafstöðu Íslendinga gagnvart aðlögunarkröfum Evrópusambandsins.
Trúnaðarskylda er lögð á gögn sem lúta að því hvort Ísland eigi að fallast á að leyfa óhindraðan innflutning lifandi dýra og ófrosinna matvæla. Þegar svo er komið að samningsmarkmið Íslands þolir ekki dagsins ljós er ástandið orðið slæmt.
Björn Bjarnason vekur athygli á því hvers djúpt er sokkið
Viljaleysi ráðandi afla í ríkisstjórn og ráðuneyti til að segja Brusselmönnum hlutina eins og þeir eru ræðst af aðildarþrá en ekki virðingu fyrir hagsmunum Íslendinga. Viðræður í þessum farvegi ber að stöðva. Leggja ber spilin á borðið og gefa þjóðinni færi á að segja álit sitt. Þriggja ára reynsla af þjarki um ESB-málið á heimavelli og í Brussel dugar öllu venjulegu fólki til að taka upplýsta ákvörðun um hvort það vill halda áfram á þessari óheillabraut eða ekki.
„Deilt um keisarans skegg“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eingöngu vegna kærustuparsins Ögmundar Jónassonar og Össurar Skarphéðinssonar, guðfeðra þessa ríkis-valds-stjórnar, og útfryma samFylkingarinnar,
Bjartrar framtíðar og Borgara-Hreyfingar-Frjálslynda-Pírata-Dögunar
og
vegna samfylkts bakklórs Bjarna Ben. og restarinnar af 12 menningum "Sjálfstæðis"flokksins sem samþykktu Icesave-aðgöngumiðann að ESB
getur þessi valdnauðgun haldið áfram.
Þetta er hin ískalda og napra staðreynd. Það er enginn vilji til þess innan núverandi alþingis til að slíta helferðinni í boði Deutsche Bank og Bjögganna.
Þetta er ógeðslegt valdnauðgunarferli.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 00:08
Og það sem er al-ógeðslegast er að það er haugur af pakki, sem fær borgað fyrir það að röfla með eða á móti þessu vald-nauðgunar-ferli. Skammist ykkar öll, svín og jötupakk! Er enga ærlega taug að finna í ykkur ???? Þetta er ísköld alvara sem heimili og einyrkjar og smáfyrirtæki líða fyrir og þið rífist öll um keisarans skegg ... og eruð öll á fóðrum við það. Skammist yukkar!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 00:13
Góður samála þessu.
Sigurður Haraldsson, 7.11.2012 kl. 00:43
Sæll Pétur, kemur eins og hvitur stormsveipur,gætirðu hugsað þér að bjóða þig fram,? Við náum aldrei árangri nema að sameinast í einum flokki,gegn Esb.inngöngu. Því miður eru þeir sem sitja á þingi núna greinilega of margir flæktir í eitthvað sem gerir þá vita ófæra um að stoppa aðildarferlið.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2012 kl. 01:21
Það hlýtur að vera gáfulegt að láta viðsemjendur vita hverjar lágmarks kröfurnar eru. Rétt eins og þegar þú selur bíl þá lætur þú kaupanda fyrst vita hvaða lægsta mögulega verð þú sættir þig við. Síðan er það undir góðvild viðsemjanda þíns hvort þú færð eitthvað betra. Er það ekki?
sigkja (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.