Alkahólismi gerður að forréttindasjúkdómi

Áróðursmiðstöð alkahólista á Íslandi,SÁÁ, ætlar undir forystu Gunnars Smára Egilssonar að gera alkahólisma að forréttindasjúkdómi sem nýtur sérstakrar skattafyrirgreiðslu frá ríkinu.

Krabbameinssjúklingar, hjartasjúklingar, þeir sem þjást af gikt og öðrum sjúkdómum en alkahólisma eiga ekki aðgang að skattfé í sama mæli og drykkjusjúklingarnir.

Og hver eru aftur rökin fyrir því að alkahólismi sé öðrum sjúkdómum æðri? 


mbl.is Rúm 78% styðja Betra líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er ekki oft sammála þér Páll, en nú verð ég þó að taka undir.

hilmar jónsson, 4.11.2012 kl. 14:16

2 identicon

Verst þykkir mér samt þegar fólk reynir að halda því fram að fyrst að alkahólismi sé sjúkdómur þá sé það ekki einstaklinginum að kenna að hann sé alki. Það er fórnarlambarvæðing á hæðsta stigi.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 15:17

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Veit ekki... en eitt veit ég: það er hægt að hætta að drekka.  En það er ekki hægt að hætta að vera hjartveikur.  Og að hætta með krabba er djöflinum erfiðara.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2012 kl. 16:37

4 identicon

Já svei mér þá.  Þetta er auðvitað alveg merkilegt einkenni kratavæðingar.  Verulega veikt fólk með krabbamein fær ekki meðferð vegna bilunar tækja.  Fólk með beinbrot bíður fastandi dögum saman eftir aðgerð, en aumingjavæðingin kallar á sogrör fyrir fínt uppihald áfengistengdrar ógæfu á fínum hótelum.

Svona álíka eins og að leikskólakennarinn fær ekkert fyrir að vinna í stað þess að vera atvinnulaus og horfa á imbann heima.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 16:40

5 identicon

Algjörlega sammála Páli.

Þetta er fáránlegt að ákveðið fólk geti eyrnamerkt sér hluta skatttekna ríkisins.

Þarna er verið að gera út á ríkissjóð.

Árangurinn er mjög lítill hjá SÁÁ.

Og ekki skil ég aðnokkur maður styðji samtök sem þessi maður stýrir.

Rósa (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 16:42

6 identicon

Fyrirsögnin "rúm 78% styðja" undirskriftasöfnun SÁÁ byggir á prósentureikningi, sem er ekki sannfærandi, svarhlutfall til dæmis ekki hátt. Marktækara er, að innan við 10% kjósenda hafa skrifað undir, að sögn SÁÁ. Samtökin eru það öflug, að þetta er enn sem komið er varla meira en allgóður árangur. Ég sé margt nauðsynlegra fyrir mér en þessi ríkisútgjöld. Sammála Páli og öllum, sem fram að þessu hafa gert athugasemdir hér.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 17:26

7 identicon

Hjartasjúkdóma og krabbamein má oft (ekki alltaf) rekja til lífernis. Reykingar, offita og drykkja eru veigamestu þættirnir. Fólk með bmi yfir 30 ætti kannski að skattleggja sérstaklega? Mæla á 5 ára fresti, en gefa fólki kost á  að sýna lægri mælingu fyrr. 

Kristján Halldórsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:04

8 Smámynd: Halla Rut

Svo er engin árangur eða milli 3-5%. Ætli sama hlutfall mundi ekki hætta ef engin meðferð væri til? Kannski bara að fleiri mundu hætta ef þessi hvíld frá raunveruleikanum væir ekki til staðar.

Halla Rut , 4.11.2012 kl. 20:20

9 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Kristján Halldórsson þarna hittir þú naglann á höfuðið. Þið hin ættuð að verða ykkur út um meiri upplýsingar um alkaholisma og segja síðan ykkar álit.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.11.2012 kl. 20:25

10 identicon

Guðbjörg, misskildirðu ekki Kristján? Hvar sagði hann að hann vildi þennan skatt og hvað var það sem hin ekki skildu eða vissu, ólíkt þér?

Ólafur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:37

11 identicon

Væri ekki nær að við hefðum svo öflugt og gott heilbrigðiskerfi

að allir nytu góðs af..??

Hér er sólunda milljörðum í allskonar 

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:38

12 identicon

Tölvan að stríða mér.

En hér er sólundað milljörðum í allskona gæluveerkefni,

hátækni sjúkrahús sem engin veit hvað mun kosta,

ónýt mannauðs stjórnarkerf og gleymum svo

ekki Hörpunni.

Mannslíf eru lítils metin á Íslandi þegar svona sukk er

skoðað.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:41

13 identicon

Er ekki málið að þessir tilteknu skattpeningar séu tilkomnir einmitt vegna þessa sjúkdóms ? Eins og kemur fram í myndbandi Betra lífs þá er með þessum áfengisskatti verið að virkja veikindi fólks sem drekkur ekki sér til ánægju, heldur af þörf. Það þarf þá ekki klóka manneskju til að leiða út frá þessum rökum þá ályktun að ef þessi tiltekni sjúkdómur væri ekki til, þá væri þetta fé ekki í ríkissjóði. Eða allavega ekki tilkomið með þessum hætti.

Hafa menn hér kynnt sér þá upphæð sem nú þegar er lögð í SÁÁ ? Síðast þegar ég vissi var sú upphæð skammarleg miðað við áætlaðan fjöld sjúklinga á Íslandi.

Auðvitað þarf að leggja nægilegt fé til allra þeirra sem stuðla að bættu lífi sjúklinga, og þarna er SÁÁ að koma með raunverulega lausn, og sanngjarna leið til að fjármagna stofnunina. Þar sem rökin eru þau að þessir peningar séu tilkomnir vegna einstaklinga sem eiga ekki annað val en að kaupa áfengi af ríkinu, og borga þar af leiðandi þennan skatt.

Ég hvet fólk til að kynna sér afleiðingar alkóhólisma og þess ranglætis sem þetta fárveika fólk mætir í Evrópu og um heim allan. Eftir mín persónulegu tengsl við fólk sem haldið er þessum sjúkdómi og aðstandendur þeirra, þá er ég viss um að eftir einhvern tíma þá verði aðgerðarleysi og fordómum í garð sjúkdómsins minnst líkt og hinnar sorglegu meðferðar sem geðsjúkir nutu hér á árum áður.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:43

14 Smámynd: Elle_

Guðbjörg, alcohol veldur ekki hjarta- (eða æða) sjúkdómum en minnkar líkurnar á þeim.  Kannski ættir þú að gera það sem þú segir hinum að ofan?

Elle_, 4.11.2012 kl. 20:50

15 identicon

Svo vill ég vekja athygli á því að SÁÁ starfar ekki aðeins í þágu "drykkjusjúklinga" eins og höfundur kallar þá, heldur ekki síst í þágu aðstandenda þeirra. Þann fjölda fólks er ómögulegt að setja tölu á. En gera má ráð fyrir að 3-4 einstaklingar sem eru sjúklingnum nákomnir þurfi á einhverskonar aðstoð að halda.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 20:51

16 Smámynd: Elle_

Nema í óhófi að vísu fara æðar að skemmast.

Elle_, 4.11.2012 kl. 20:52

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er ég sammála Páli.

Mér finnst Ásgrímur Hartmannsson segja allt sem þarf.

Halldór Jónsson, 4.11.2012 kl. 21:08

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enn vantar rök fyrir því að alkóhólismi eigi einn sjúkdóma að njóta sérstakrar skattafyrirgreiðslu úr ríkissjóði.  Einhver?

Kolbrún Hilmars, 4.11.2012 kl. 21:11

19 identicon

Það er leiðinlegur hrokinn í Guðbjörgu. Svo getur hún engu svarað og rökin vantar. Það er nefnilega það, alkoholismi veldur ekki hjartasjúkdómum, Guðbjörg. Þú ættir nú að fara að læra og tjá þig svo.

Það eru heldur engin rök fyrir að alkoholismi einn sjúkdóma hafi forréttindi yfir aðra sjúkdóma sem fólk þjáist af engu síður. Og ekki trúverðugt að hafa Gunnar Smára í forsvari. Reyndar mjög slæmt að vera með ósannsöglismann í þessari stöðu. 

Ólafur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 21:44

20 Smámynd: Ragnar Guðmundsson

Ólafur, sjúkingar alkóhólisma hafa alltaf verið vanræktir um allan heim. Þetta er nýlega viðurkenndur sjúkdómur, þótt hann hafi verið til staðar jafn lengi og áfengi. SÁÁ eru samtök, eins og nafnið gefur til kynna og hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni, sérstaklega í fyrri tíð og nú á árunum eftir hrun. Og það er ekki ríkinu að þakka að SÁÁ sé eina stofnunin á íslandi sem sérhæfir sig í meðferð og úrlausnum fyrir áfengissjúklinga. Eða öllu heldur, þá væri SÁÁ ekki til nema fyrir tilstuðlan þessara einstaklinga sem stofnuðu samtökin á sínum tíma. Nú er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu hörmuleg og lamandi áhrif þessi sjúkdómur hefur á samfélög, og ekki síst á tímum eins og við búum við núna ! Samhliða þessum rökum þá gefur það auðvitað augaleið, að þetta fé sem ríkissjóður innheimtir af áfengissölu er auðvitað að stórum parti til komið vegna þessa sjúkdóms.

Áfenissýki teygir anga sýna víðar en margir gera sér grein fyrir, og því væri gríðarlegur ávinningur fyrir samfélagið að ná einhverjum raunverulegum tökum á þessum sjúkdómi.

Án þess að ég vilji vera að færa einhver rök fyrir því að þessi sjúkdómur ætti að fá meiri athygli eða hærri fjárlög en aðrir sjúkdómar, þá leyfi ég mér að fullyrða það að enginn sjúkdómur á íslandi hefur jafn lamandi og aftrandi áhrif á samfélagið í heild sinni og alkóhólismi. Stærsta vandamál í baráttunni við alkóhólisma er úrræðaleysi, sem veldur því að þessi sjúklingahópur stækkar, og sífelt minni líkur verða á að langt leiddir einstaklingar nái bata.

Ragnar Guðmundsson, 4.11.2012 kl. 22:16

21 identicon

Hagsmunum drykkjufíkla yrði best sinnt að afleggja skattheimtu á áfengi. Það myndi gera þeim kleift að kaupa sér nauðsynjar. Það er hraksmánarlegt að stjórnvöld skuli níðast á drykkjufíklum með þessum hætti. Þetta eru samt ekki rök fyrir að ganga í ESB.

Ársæll Jónsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 22:33

22 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það bráðvantar Tæki á Landspítalan sem við Hjartasjúklingar þurfum jafnvel að lýða fyrir þegar á þarf að halda.SÁÁ er Sjálfseignastofnun sem saug sig svo inn á Ríkið. það væri nær að aukaskattar á Áfengi renni óáreitt inn í Velferðarkerfið svo hægt væri að kaupa nauðsinleg tæki til Sjúkrahúsana.

Vilhjálmur Stefánsson, 4.11.2012 kl. 23:00

23 identicon

Athyglisvert framsetning, að alkóhólistar séu að fara fram á að fá aðgang að skattfé!!

Væri ekki nær að tala um hvers vegna ríkisvaldið telji sig hafa aðgang að tekjum þegnanna?   Og beita til þess ofbeldi og hótunum, jafnvel fangelsisvist.  Ríkisvaldið beitir sömu aðferðum og mafían, heimtar "verndarfé" gegn loforði um að hirða ekki heimilið af fólki.

Svo bísnast einhverjir yfir því að skattborgarar skuli voga sér að heimta þjónustu fyrir skattinn sem þeir greiða.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 00:14

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjartanlega sammála Páli og mörgum öðrum hér.

Alkahólismi er ekki, og hefur aldrei verið sjúkdómur, heldur afleiðing vanræktra undirliggjandi sjúkdóma, sem kerfið hefur markvisst vanrækt og hundsað! Lyfjamafían græðir svo á öllu heila svikamylludæminu!

Það er kominn tími til að tala hreint út um hlutina, og hætta þessari sjúklegu afneitun um raunveruleikann.

Sá blessaði drengur: Gunnar Smári Egilsson, þarf að vanda sig betur. Hann sagði eitt sinn réttilega að stærsta vandamálið á Vogi væri yfirlæknirinn Þórarinn Tyrfingsson!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 00:25

25 identicon

Auðvitað er alkóhólismi sjúkdómur, það er vitað út um allan heim. Það þýðir samt ekki að þessi sjúkdómur ætti að hafa forgang yfir aðra sjúkdóma.

Ólafur (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 01:36

26 identicon

Nær væri að styrkja geðvillta bloggara.

Þar ríkir virkilegt neyðarástand

Karl (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 15:56

27 identicon

Þessi síðasti geðvillti sem kallar sig "Karl", varstu að meina sjálfan þig?

Nonni2 (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 17:50

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sem betur fer er enginn al-fullkominn né al-heilbrigður til í mannheimum. Það þarf að ræða málin út frá staðreyndum og raunveruleika, en ekki áróðri einhverra sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta, í spilltu og siðblindu kerfinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband