Laugardagur, 3. nóvember 2012
VG tapar landsbyggðinni - Björn Valur óvelkominn í Reykjavík
Björn Valur Gíslason kemst ekki á þing ef hann býður sig fram í NA-kjördæmi formannsins. Um það eru þeir Steingrímur J. Sigfússon sammála: vegna ESB-málsins er VG í útrýmingarhættu á landsbyggðinni. Þess vegna fer Björn Valur fram gegn ráðherrum flokksins.
Hægri hönd Steingríms J. er ekki velkominn í Reykjavík. Stefán Pálsson VG-liði í höfuðborginni segir þetta á fésbókinni um fyrirætlan Björns Vals og formannsins
Stefán Pálsson Eins og ég er nú yfirleitt ánægður með Björn Val, þá hef ég engan áhuga á að sjá hann í 1. sætinu í stað ráðherranna okkar og það held ég að sé nokkuð almennt mat. Svona framboð gæti gert það að verkum að ýmsir þeirra sem hefðu getað hugsað sér að kjósa hann í 2. sætið munu sleppa því.
VG er jaðarsport stjórnmálanna. Það er fylgst með flokknum vegna þess að hvað úr hverju gæti orðið áhorfendavænt stórslys. Í almennu pólistísku samhengi er flokkurinn marklaus.
Athugasemdir
Skrýtið að nokkur maður skuli finnast sem sættir sig við grófan Björn Val.
Elle_, 3.11.2012 kl. 12:42
Mér dettur í hug annar flokkur þegar rætt er um jaðarsport stjórnmálanna.
Allavega þegar afleiðingar af valdasetu hans eru skoðaðar.
Það er annars skondið að lesa lýsingarorðin sem síðuhafi hefur yfir þá flokka sem staðið hafa í björgunarstarfi eftir límsetu spillingarinnar :
Sveitó og jaðarsport...
Páli finnst greinilega vanta upp á straumlínuáferð klíku og helstefnu Sjálfstæðisflokksins hjá þessum flokkum.
hilmar jónsson, 3.11.2012 kl. 12:48
Er þetta lélegur brandari, Hilmar, eins og vanalega? Í hvaða ´björgunarstarfi´ voru Jóhanna og Össur? Voru þau þá að ´bjarga´ skemmdarverkum þeirra sjálfra úr fyrri stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Þau vilja sannarlega bjarga Brusselinu sem er á hausnum og gefa þeim landið og fiskimiðin og bjarga bönkum og hrægömmum með níðingsskap gegn fólkinu. Þau hafa ekki ´bjargað´ Íslandi, heldur eru að leggja landið í fjárhagslega rúst.
Elle_, 3.11.2012 kl. 13:08
Skemmdarverkin voru unnin af ófélagslega þenkjandi fólki sem kunni ekki með frelsið að fara. þar fóru fremst áhangendur Krataflokks og og Nýgrænir öðru megin. Settu upp heilu háskólaþorpin til að mennta börn sín í græðgisleikjum. Æðsti páfi var svo frænkuníðingurinn og fyllibittan Jón og til hliðar Kæri Jón.
Torfutytturinn hljóp af vagninum þegar hann sá hverju hann hafði komið til leiðar. leitt til valda grenjuskjóðu og villikött.
Kári (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 15:42
Þessi Hilmar sem kíkir á okkur hin gegnum hornið á gáfugleraugunum sínum. Virkar á mig svolítið trúgjarn en ekki illa innrættur. Hann vill vel en er haldinn þráhyggju vegna vangoldinnar föðurástar. Vannærðir sáludorgarar af pabbadrengjaætt eru að verða uppseldir.
Kári (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 16:00
Það er alltaf jafn merkilegt þegar rök nema staðar að grípa þarf til aðfinnsla er beinast að persónu viðkomandi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 17:10
Hvaða rök Ht bjarnarungi ertu að fjölva um, Trúbador sem ekki ert til.Aæ klikka á þig gefur Sweden errorvbut in reconstruction waitvfore me please. simbabve consulate.
Skúmi (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 17:37
Herra Tómas Bjarnason er maður að mínu skapi. >Engar aðfinnslur, bara rök. og rök í ofan. Ekkert fréttablað ekkert DV engin samfesting ekkert vg bara eg og við.
Jón (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 17:51
H. T. Bjarnason stendur alltaf Samfylkingarmegin við réttlætið eins og Hilmar Jónsson gerir í fáfræði sinni. Samfylkingarmegin við réttlætið er alltaf ranglætismegin, fyrir Evrópusambandið og fjármálaöflin sem verða að fá sitt því án þeirra væri Samfylkingin ekki lengur til.
Ólafur J. (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 20:31
Ég hélt að nóg væri af skemdavörgum í Reykjavík og ekki þurfti Björn Val í ofánalag..
Vilhjálmur Stefánsson, 3.11.2012 kl. 20:32
Skrýtin ákvörðun.
Hann hlýtur að treysta á fléttulista.
Þetta fólk gerir út á and-verðleika.
Þannig er þetta ábyggilega þaulhugsað hjá þessum valdasjúklingum.
Þetta fólk hugsar aðeins um eigin hagsmuni og tekur ákvarðanir út frá þeim.
VG- fólki í Reykjavík er treystandi til að komast að rangri niðurstöðu nú sem áður.
Rósa (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 00:38
Gríðarlega gáfulegar umræður hér að ofan...
Hef svosem enga skoðun á hvort Björn Valur fari fram í Rvík eða annars staðar, mætti alveg sleppa því mín vegna...
Skúli (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.