Vöggustofan og einstaklingurinn

Íslendingar búa sér ekki til vöggustofusamfélag að sænskri fyrirmynd vegna þess að einstaklingshyggja er sterkur þráður í íslensku samfélagi. Vöggustofusamfélagið er skipulagt að ofan og bæði dregur úr sjáflsbjargarviðleitni og ræktar ræfla með aumingjagæsku.

Grein Saadna Sheriffdeen, sem frétt mbl.is byggir á, ræðir veik vinstristjórnmál og sterkan Sjálfstæðisflokk í samhengi við megindrætti íslensks samfélags.

Tilraun Samfylkingarinnar til að troða Íslendingum í ESB-vöggustofuna er dæmd til að mistakast. Bæði er að vinstristjórnmál eru víkjandi í pólitísku genamengi okkar og svo er hitt að það stríðir gegn innsta kjarna þjóðareðlisins að segja sig til sveitar. Íslendingurinn betlar ekki heldur vinnur hann fyrir sér. (Nema, auðvitað, samfylingarræfillinn; honum lætur best að láta aðra sjá fyrir sér).


mbl.is Veikara velferðarkerfi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi grein í Geopolitical Monitor er tóm vitleysa og bara það að vitnað sé í Stefán Ólafsson, gerir hana strax ótrúverðuga. Haft er eftir honum pólitísk  kosningaslagorð Samfylkingarinnar frá 2003 og 2007 um "turnana tvo" í íslenskri pólitík. Ef þeir hafa einhvern tíma verið tveir, þá er turn Samfylkingarinnar hruninn. Þar sem hann stóð er nú "Ground Zero".

Í greininni er einnig sagt að Íslendingar hafi ekki slitið sig að fullu frá Dönum fyrr en á 21. öldinni. Við gefum okkur auðvitað að þarna sé um innsláttarvillu að ræða, en samt sem áður er þetta sterk vísbending um hroðvirknisleg vinnubrögð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2012 kl. 08:08

2 identicon

Það eru ekki bara vinstri menn sem vilja koma á vöggustofusamfélagi á Íslandi.

Hægri menn hafa ekki síður stuðlað að  því þrátt fyrir kvak um einstaklingsfrelsi.

Og ekki láta miðjumenn sitt eftir liggja. Siv Friðleifsdóttir sem kveðst vera "frjálslynd" og "á miðjunni" er t.d. einn ákafasti baráttumaðurinn fyrir aukinni forsjárhyggju og vöggustofusamfélaginu.

Vöggustofusamfélagið er sameiginlegt markmið íslenskra stjórnmálamanna.

Þeim gengur líka vel.

Íslendingar treysta á ríkið til að forða sér frá því að bera ábyrgð á eigin lífi.

Stjórnmálamenn ganga á lagið og nýta sér eymingjaskap þjóðarinnar til að auka völd og afskipti af lífi fólks. 

Rósa (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 08:17

3 identicon

Hroki og velferð eiga ekkert sameigilegt

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband