Bandalag Gnarrista og Samfylkingar

Björt framtíð er bandalag brandaraframboðs Jóns Gnarr og Samfylkingar. Björt framtíð var hönnuð af Össuri Skarphéðinssyni til að sópa upp óánægjufylgið sem einu sinni kaus Samfylkinguna.

Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall þingmaður Samfylkingar eru nöfnin sem eiga að trekkja og núna kemur borgarfulltrúi Gnarristaflokksins, Óttarr Proppé.

Spurningin er hvort fólk sem einu sinni kaus Samfylkinguna sé komið með svo mikið upp í kok að Björt framtíð verði kostur. Með kokið stíflað nógu lengi bilast pólitísk dómgreind.


mbl.is Óttarr Proppé á lista Bjartrar framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

En sjálfstæðismenn hrækja skítnum úr eigin koki og kjósa flokkinn aftur og aftur þrátt fyrir hrun sukk og svínarí.

Óli Már Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband