Fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Steingrímur J. óttast 10% VG
Ástæðan fyrir því að Steingrímur J. Sigfússon bíður með tilkynningu um framboð sitt er að hann vonast eftir kraftaverki á vinstri væng stjórnmálanna sem geti forðað VG frá hruni í næstu kosningum. Í apríl 2009 fékk VG yfir 20 prósent fylgi. Steingrímur J. fórnaði þessu fylgi á altari ESB-umsóknar Samfylkingar..
Í dag mælist VG tíu prósent flokkur. Að óbreyttu verður VG jaðarflokkur stjórnmálann, dæmdur til eilífs áhrifaleysis.
Steingrímur J. hefur þreifað á Samfylkingunni um einhvers konar bandalag vinstrimanna og sagði Vinstrivaktin gegn ESB frá slíkri orðsendingu í vor sem kom frá varaformanni VG, Katrínu Jakobsdóttur.
Þá urðu þau tíðindi að málgagn Samfylkingarmanna í Árborg sagði frá því í frétt að Katrín Jakobsdóttir vildi kosningabandalag VG og Samfylkingar í næstu Alþingiskosningum.
Samfylkingin hefur engan áhuga á bandalagi við Steingrím J. og VG. Kemur tvennt til að ,,kemestrían" milli Þistilfjarðarpiltsins og forystu Samfylkingar hefur aldrei verið góð og þó vegur hitt þyngra að þar með útilokaði Samfylkingin samstarf til hægri. Eyðimerkurganga með VG er ekki fýsilegur kostur tækifærissinnanna í Samfylkingunni.
ESB-svikin rústuðu VG. Og þá rúst þarf Steingrímur J. að bjóða fram við næstu kosningar með fyrirsjáanlegum árangri.
Engar stórbreytingar á mínum högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi er þetta mat Páls rétt.
Þjóðin má ekki við fjórum árum í viðbót undir stjórn þessara flokka.
En það er óskhyggja að Steingrímur hyggist jafnvel draga sig í hlé.
Menn eins og hann þarf yfirleitt að bera öskrandi út úr stjórnarbyggingum.
Innræti valdasjúklinga er alls staðar hið sama.
Skiptir þá engu hvort viðkomandi eru fasistar, kommúnistar eða þjóðernisfasistar.
Karl (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 08:55
Tek undir hvert orð sem þú skrifar Karl. Því fleiri sem gera sér grein fyrir að menn eins og Steingrímur taka engum rökum því betra. Það sem þarf er að mennta þjóðina um paradoxrök og oft leiftrandi mælsku þekktra valdasjúklinga. Slíkir menn leita gjarnan í stjórnmál og stjórnunarstöður. En það er eins og engin þori hér á þessu litla landi að ræða slíkt opinberlega - í nágrannalöndum hafa geðlæknar farið fremstir í að hefja slíka umræðu til forvarna fyrir almenning og vinnustaði.
Sólbjörg, 1.11.2012 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.