Samfylking er kverúlantaflokkur

Samfylking er flokkur kverúlanta sem helst sjá framtíð Íslands sem hjáríkis Evrópusambandsins. Ræða Jóhönnu á flokksráðsfundi um helgina staðfestir einangrun Samfylkingar í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins; afstöðuna til Evrópusambandsins.

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæða í kosningunum 2009. Um 23 prósent kjósenda flokksins 2009 voru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun Gallup fyrir Heimssýn.

Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgið við Samfylkinguna er komið niður í rúm 19 prósent. Í könnun fyrir Heimssýn sést að af þeim sem núna ætla að kjósa Samfylkinguna eru aðeins 12 prósent á móti aðild að Evrópusambandinu.

Kjósendur sem kusu Samfylkinguna í apríl 2009 hafa yfirgefið flokkinn í hrönnum vegna ESB-málsins.

Forysta og fylgismenn Samfylkingar eru einbeitt að einangra Samfylkinguna frá meginstraumi stjórnmálanna. Hófsemdarfólk hrökklast frá Samfylkingunni.

 


mbl.is Ásta ekki í prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott fólk alls staðar.  Það er nú málið.

..-En svona almennt séð.  Þá er lýsingin kverúlant ekki lítið lýsandi fyrir heildina í fylkingunni.  Það mætti jafnvel hugsa sér meira krassandi lýsingarorð.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 09:00

2 identicon

Nú eða þá nafnorðið til að vera kórréttur..

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 09:29

3 identicon

Það þýðir ekki að vera með fordóma um flokka. Það er ótrúlega hátt standandi fólk, að vísu í miklum minnihluta, í Samfylkingunni, og meira að segja á Alþingi, en það fólk vinnur almennt frekar í skugganum og dregur ekki að sér mikið sviðsljós. Það er sorglegt að þetta fólk, sem er með hugsjónir hærri en þessi flokkur, og mannorð honum betra, skuli ekki bara stofna sinn eigin flokk. Það vantar alvöru jafnaðarmannaflokk á Íslandi, alvöru vinstriflokk. Kapítalisminn er dauður...Það vita það allir eftir nokkur ár, í mesta lagi nokkra áratugi, en þeim mun vegna best sem byrja að undirbúa sig undir jarðarförina núna.

Nýtt heimsskipulag (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 10:32

4 identicon

"Nýtt heimsskipulag" - þú getur kannski sagt okkur hvað það er sem á að taka við af kapítalismanum? Það er búið að lýsa yfir dauða hans í meira en 30 ár en einhvern veginn er það alltaf hann sem stendur eftir en allar "nýjar hugmyndir" fjara út jafnharðan og þær koma upp, venjulega vegna þess að þær eru lítið annað en endurunnin útópíuhugsjón hippa frá sjöunda áratugnum.

Gulli (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 10:40

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Latneska orðið „qveror“ er stofninn að danska orðinu „kværulant“. Þetta er sögnin „að kvarta“. Er þá Samfylkingin kvörtunarflokkur? Ég sé ekki neitt um það í þinni færslu Páll. Þú skuldar okkur betri útfærslu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.10.2012 kl. 13:41

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Eða ert þú kanski kverúlantinn? Sífellt að kvart - m.a. yfir Samfylkingunni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.10.2012 kl. 13:42

7 identicon

Hjálmtýr virðist svo staðnaður að trúa því að ekki einu sinni merking orða breyti blæbrigðum með tímanum. 

Alveg eins og hann trúir því að forystusauður samfylkingarinnar sé alltaf, ætíð réttu megin við skynsemisgirðinguna.  Þó allt sæmilega skynsamt fólk sjái feigðarflanið á þeirri gömlu kind.

Á ekki að kvarta þegar forystusauðurinn samfylkingar teymi hjörðina inn í eyðimörkina?

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband